Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 21
SAMVINNAN
15
um sjómönnum djarfari og slyng-ari og kunnarí Iandi og
sjávarfari en Danir. Er þarna einn kosturinn við að
treysta okkur sjálfum til aðdráttanna. Flesta vetur lreyr-
ast ísafregnir, meiri og minni, en það er eins og íslenzku
skipin hafi alltaf Caesar og hamingju hans innan borðs
og fari ferða sinna hvað sem öllum hafís líður.
n.
Ég dvaldi nokkra daga í Reykjavík, enda átti ég þar
erindi, er ég hugðist að ljúka að lokinni ferð til Vest-
fjarða. Síðan tók ég far með „Goðafossi" til Patreks-
fjarðar.
„Goðafoss" átti að fara frá Reykjavík kl. 3 síðdegis
til Viðeyjar og þaðan til Hafnarfjarðar, en frá Hafnar-
firði snemma að morgni. En svo dróst alit á langinn, að
frá Hafnarfirði var eigi farið fyrr en í kveldrökkrinu.
Við komum til Viðeyjar i ljósaskiptum. Útsynning-
ur var á og óð tungl í skýjum. Var dimmt í éljuin en
glóandi birta á milli. „Goði“ gleypti þarna saltfisk lengi
nætur. — Þorp er á eynni sunnanverðri. Þar 'eru haf-
skipabryggjur og togarastöðvar, og búa þar á annað-
hundrað manns. Eyjan er löng og mjó, hæðótt og leitótt.
Norðarlega á eynni er gamla býlið, í lægð nokkurri, og
teygist túnið upp um hæðirnac og eru á því klettabelti.
Ég vildi sjá þann stað, sem svo var sögufrægur. —
Þaðan höfðu munkar flúið fyrir Dönum, en Danir fyrir
Jóni Arasyni. — Þaðan varð Skúli Magnússon að vikja
fyrir þeim feðgum Ólafi Stephensen og Magnúsi. En ekki
ber eyjan menjar annara manna meir en Skúla. Þar eru
steinhús hans, kirkjan og íbúðarhús. — Ég fór einn úr
þorpinu til bæjarins, í þessum einkennilegu hamskiptum
veðursins. Mér fundust „aldnar róma raddir þar“ og
„reika svipir“. Fólkið í húsinu var sezt að. En kirkjan var
opin, og tjörn af regnvatni innan við dyrnar. Máninn
skein inn. Þar rúmast varla nema fjörutíu manns í sæturn.
En þrátt fyrir allt var fomhelgur blær á öllu.
Einkennilega sögu heyrði ég um Viðeyjarkirkju.