Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 86
80
SAMVINNAN
skuldir sínar þannig. Þá þurfa þeir ekki annað en endur-
senda víxlana til seljandanna.
Svo mætti virðast, að slíkum víxlum mætti breyta í
peninga eða selja þá við því verði, sem þeir hljóða upp á.
Ætti ekki 1000 franka víxill að gilda 1000 franka og
hvorki meira né minna? Svo mætti sýnast, en svo er þó
ekki. Það er augljóst við nánari athugun, að gildi víxils-
ins er háð tiltrú þeirri, sem menn hafa til þess manns,
sem á hann ritaði nafn sitt. Og sú tiltrú getur verið mjög
misjöfn, eftir því, hver í hlut á. í öðru lagi er gildi víxils
háð því, hvort lengri eða skemmri tími er eftir til gjald-
daga hans. Þessar ástæður tvær liggja í augum uppi. En
auk þeirra eru aðrar orsakir að því, að gildi víxils getur
verið breytingum háð. Enda þótt nafnið, sem á víxlinum
stendur, njót-i fyllsta trausts, og víxillinn ætti að greiðast,
þegar honum er framvísað, þá er gildi lians breytingum
háð, alveg eins og verð hverrar vöru, og þær breytingar
fara eftir hlutfallinu milli framboðs og eftirspurnar, en
það er aftur daglegum breytingum undir orpið. Þessi
breytileiki á verðmæti eða gildi víxlanna er kallað v í x-
i 1 g e n g i.
Auðvelt er að sýna, hvernig skilja eigi hlutfallið á
milli framboðs og eftirspurnar á verðbréfum. Setjum svo,
að Frakkland eigi, vegna útflutnings eða af einhverjum
öðrum ástæðum, kröfur á útlönd, sem nema þremur mil-
jörðum. Gerum einnig ráð fyrir að skuldir þess við út-
lönd, vegna innflutnings eða af öðrum ástæðum, nemi
fjórum miljörðum. Þá er það gefinn hlutur, að víxlarnir
hrökkva ekki til handa öllum þeim, sem þurfa á þeim að
halda, því að framboðið er aðeins þrír miljarðar, en eftir-
spurnin fjórir miljarðar. Þeir sem þurfa á víxlum að halda.
vegna viðskipta sinna við útlönd, bjóða þá hver í kapp
við annan, og víxlarnir hækka í verði. Þúsund franka víx-
ill t. d., sem greiðast á í Briissel eða Rómaborg, er þá ekki
seldur á 1000 franka, heldur 1002 eða 1005 franka. Víxill-
inn er þá kominn upp úr nafnverði og er seldur með ágóða.
Ef vér hins vegar setjum svo, að innieign Frakklands