Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 61
SAMVINNAN
55
víxla. Og sjaldnast hefir bankinn þá undir höndum allan
þann tíma. Kaupmenn selja ekki alltaf víxla sína jafnskjótt
og þeir hafa selt vöru sína. Þeir halda þeim stundum hjá
sér um tíma, og það getur jafnvel komið fyrir, að þeir
kæri sig ekki um að ná fénu í sínar hendur fyrr en eftir
að víxillinn fellur í gjalddaga. í Frakklandsbanka t. d.,
sem ekki kaupir víxla til lengri tíma en þriggja mánaða,
liggja víxlarnir að meðaltali ekki lengur en 21—25 daga.
Það er því aðeins stutta stund, sem bankinn sleppir hendi
af fé því, sem honum er falið til geymslu. Það, sem hann
lánar út, kemur inn aftur smátt og smátt, að nokkrum
vikum liðnum. i
Ef innstæðan er tekin út í smáskömmtum aðeins með
þriggja eða fjögurra vikna millibili, getur bankinn stað-
izt þau útgjöld með fé því, sem hann fær inn fyrir víxl-
ana jöfnum höndum. Að öllum jafnaði eru innstæður þó
ekki einu sinni teknar út svo þétt. Tæpast verður því
fundin sú útlánsaðferð, sem betur hæfi en þessi eða komi
betur heim við innlánsstarfsemi þá, sem hér er um að
ræða, þ. e. geymslufé, sem tekið er út eftir þörfum.
Því mætti bæta við, að forvöxtun víxla er ekki að-
eins mjög heppileg aðferð til útlána, heldur einnig mjög
trygg aðferð, vegna þess að allir þeir, sem á víxilinn
skrifa, eru samábyrgir. Það er ekki aðeins skuldunautur-
inn sjálfur, samþykkjandinn (trassat), sem svo er
nefndur; bankinn á einnig aðgang að útgefandanum
(trassent). Og ef hann lætur víxilinn af nendi til þriðja
manns, lendir byrgðin á honum líka, svo framarlega sem
víxillinn er ekki greiddur á réttum tíma. Það mætti því
segja, að skuldunauturinn, eða samþykkjandi víxilsins,
hafi jafnmarga ábyrgðarmenn og þeir eru margir, sem á
víxilinn hafa skrífað, að meðtöldum útgefanda. Og því
víðar sem víxillinn fer, því fleiri verða nöfnin á honum —
stundum hafa menn orðið að líma viðbót á eyðublaðið, af
því að nöfnin hafa ekki komizt öll fyrir. En því fleiri sem
á honum eru, því betur er hann tryggður. Frakklands-
banki heimtar þrjú nöfn, þ. e. a. s. að auk samþykkjanda