Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 121
SAMVINNAN
115
ingargildi, en vegna endingargildis jarðarinnar, sem þau
standa á, getur varanleiki þeirra talizt mjög mikill.
Listaverk, og þá fyrst og fremst þau, sem höggvin eru í
marmara eða steypt í málm, geta líka gert kröfu til þess,
að teljast ævarandi. Sama er að segja um málmpeninga.
En þó er það svo, sérstaklega um peningana, að hin stöð-
ugu og margendurteknu eigandaskipti, sem halda þeirn í
sífelldri umferð manna á milli, svipta ]?á þeirri þýðingu
um ævarandi endingargildi, sem þeir annars myndi hafa,
nema þegar svo er með farið, að þeir eru skrínlagðir. Og
jafnvel þá verða þeir fyrir verðlækkun, en ekki verð-
hækkun, svo að þeir auka ekki vald eiganda síns að neinu
leyti. En öðru máli gegnir um listaverkin, þegar þau
haldast í eign sama manns, sem annars er sjaldgæft. Það
er í sannleika eftirtektarvert fyrirbrigði, hve mjög lista-
verk hafa hækkað í verði á síðustu mannsöldrum.
1 fljótu bragði mætti svo sýnast sem allar eignir,
jafnvel lausafé, hafi ævarandi endingargildi í eðli sínu,
svo framarlega sem engin slys vilja til. Er það ekki áður
sagt, að allt fé endurnýi sig sjálft um aldur og æfi? Svo
er þó ekki; hér er blandað saman tvennu, sem ekki er hið
sama. Gæðum náttúrunnar, sem notuð eru sem fram-
leiðslutæki, er hægt að eyða, og það í stórum stíl. Aðrir
hreyfanlegir fjármunir, svo sem verðbréf, hlutabréf,
skuldabréf eða innstæðuskírteini eru varanlegri eignir, af
því að þau eru bundin við sí-endurnýjaða framleiðslu
fyrirtækja, en ekki við eyðanlega hluti í sjálfu sér. En
varanleiki þeirra er þó einnig háður varanleika fyrirtæk-
isins, sem þau hvíla á. Og venjulega er hann bundinn við
vissan árafjölda, í hæsta lagi 99 ár (t. d. járnbrautarfé-
lög, Súezskurðurinn o. fl.). Að vísu er svo um hnútana
búið, að skuldabréfin og hlutabréfin eiga að vera innleyst
áður en fyrirtækið leggst niður, svo að eigendur þeirra
geti varið fénu í annað koll af kolli um allan aldur. En
slíkt ævarandi endingargildi er ekki nema að sýnast; það
stafar af þessari sífelldu endurnýjun. Því er líkt farið og
húsi, sem gert er við aftur og aftur, unz ekkert er eftir af
8*