Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 31
SAMVINNAN
25
fjarðarmynnið eru auðvitað klettar í sæ fram, eins og víð-
ast á fjörðum, >ví brim og straumar bera burtu allt, sem
þar losnar úr berg-i. Um miðjan fjörðinn er mikið undir-
lendi, bæði að sunnan og norðan. Þessi undirlendi lykja
um einstök fell, Mýrafell og Sandafell. Það er skiítið að
sjá þessi fell af sjó, þegar siglt er inn í fjarðarmynnið og
vatnar yfir láglendið, svo fellin sýnast eins og eyjar. Upp
frá þessum frjóu láglendisræmum ganga margir dalir í
fjöllin, ágætustu sauðlönd.
Vegurinn frá Rafnseyri liggur sunnan við Sandafell,
að Þingeyri, sem er norðan undir fellinu. Skammt er milli
eyra á Dýrafirði innanverðum og alls staðar aðdýpi, hin-
ar beztu hafnir, hver við aðra. En hvergi eru bryggjur,
þorp né verzlun nema á Þingeyri.
Ég átti vinum að mæta við Dýrafjörð, sr. Sigtryggi,
gömlum presti mínum og kennara og Kristni bróður hans.
Þeir bræður eru norðlenzkir. Kristinn er búfræðingur frá
Hólum. Hann var ráðinn jarðabótamaður þar við fjörð-
inn, er hann kom frá Hólum, en ílengdist og tók Núp, sem
er hið mesta höfuðból. Hefir hann búið þar rausnarbúi í
nærfellt þrjátíu ár og gerzt forystumaður héraðsins. Það
var að hans hvötum, að sr. Sigtryggur bróðir hans réðst
þangað prestur, að Mýraþingum. Hafa þeir bræður báðir
síðan verið að Núpi. Sr. Sigtryggur hafði áður stofnað
unglingaskóla að Ljósavatni og stjórnaði honum tvo vet-
ur, 1905—6, en fluttist þá að Núpi. Hann var þá ekkju-
maður og átti lítil efni. Lagði hann nú öll sín litlu efni og
sína miklu starfskrafta í stofnun skóla að Núpi.
Kristinn bóndi á Núpi beið mín með vélsnekkju sína
á Þingeyri. Fórum við að Núpi og sat ég þar skírdags-
helgar. Þá daga var sólskin og sunnanvindur, auð jörð,
og var að leysa snjó úr fjöllum. — Núpur stendur vestast
á láglendinu norðan fjarðarins. — Felur Mýrafell sýn um
fjörðinn. En vítt er um á sléttunni kring um bæinn,
breitt láglendi til sjávar, en bærinn stendur undir fjalls-
öxl hárri og brattri, við dalsmynni. Gnægð er af ágætu