Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 128
122
S A M V I N N A N
hversu blindur sem hann kann að vera, getur aldrei orð-
ið eins steinblindur og happdrætti lögerfðanna. Ennfrem-
ur væri varhugavert að veikja eina aðalstoð framleiðsl-
unnar, með því að svipta menn rétti til að ráða yfir eign-
um sínum. Nytsemdir, sem vér ráðum ekki yfir að fullu
og öllu, sem oss er bannað að gefa í lifanda lífi eða eftir
vorn dag, þeim sem vér óskum helzt, þær missa við það .
gildi sitt að miklum mun. Þær verða ekki eins eftir-
sóknarverðar, og þá leggja menn ekki jafnmikið
kapp á að framleiða þær. í þessum heimi eru þó margir
þeir til, sem vinna og spara meira fyrir aðra en sjálfa
sig, — það má segja mönnum til lofs. 0g verði þeir neydd-
ir til að hugsa eingöngu um sjálfa sig, munu þeir afkasta
minna og eyða meira. Og þær eignir eru ótaldar, sem við
það mundu sóast í óþarfa eyðslu og aldrei hagnýtast til
framleiðslu. Og hversu margur mundi þá ekki láta hendur
í skaut falla, þegar hann hefði aflað þess, sem hann sjálf-
ur þyrfti, enda þótt starfskraftar entust til meiri vinnu1).
Það er þá þetta fernt, sem nú var talið, sem grund-
vallar eignarréttinn. Og nú á tímum er það hann, sem
ríkir og ræður yfir eignaskiptingunni.
Með lögarfi, gjöf og arfleiðslu í sameiningu gerir
hann eignina óháða persónulegri vinnu, með því að flytja
eignina yfir á þær hendur, sem ekki hafa unnið. Iíann
safnar stóreignum á aðra hönd, en hins vegar afskiptir
hann heilan hóp manna, sem útundan verða. Margir
hreppa eignir, sem þeir hafa ekki framleitt sjálfir. heldur
eru afurðir af vinnu forfeðra þeirra á löngu liðnum tím-
um. Og sú bjartsýnisskoðun, að hver og einn hljóti af
*) Hins vegar höldum vér því ekki fram, að menn mundu
leggja niður vinnu og hætta að auðga sjálfa sig, þótt eignar-
rétturinn entist ekki lengur en æfilangt. Heimilisfeður verða
ekki auðugri yfirleitt en ókvæntir menn. En oft er það svo, að
minnsta kosti í Frakklandi, að heimilisfeður kæra sig ekki um
að auðgast meira og hætta störfum, þegar þeir hafa séð vel
fyrir börnum sínum.