Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 124
118
S A M V I N N A N
ari en happdrætti, þar sem heppni ræður án alls tilverkn-
aðar.
Af öllum þessum ástæðum er það, að margir hag-
fræðingar, og það ekki aðeins jafnaðarmenn, eru nú á
dögum því fylgjandi að afnema lögerfðir, að minnsta
kosti til útarfa1).
Það, sem viðheldur lögerfðum, er það, að menn
vita ekki, hverjum ætti að dæma arfinn, ef þær væri
ekki. Ætti ríkið ef til vill að fá hann? Það er ekki að á-
stæðulausu, að menn hafa haldið því fram, að það væri
það versta, sem hugsazt gæti, að láta erfðafé hverfa í þá
botnlausu hít. Að minnsta kosti yrði þá að krefjast þess,
að slíkt erfðafé yrði notað í einhverjum sérstökum til-
gangi, t. d. að það rynni í ellistyrktarsj óð eða því um
líkt.
2. Annað það, sem sérkennir eignarréttinn, er eins og
áður er sagt réttindin til frjálsra umráða. Vér höfum
minnzt á skýrgreiningu frönsku borgaralaganna á eignar-
réttinum, að hann sé réttindi til að ráða yfir hlutnum al-
geiiega og njóta þess, sem af honum rennur (j o u i r e t
disposer des choses de la fagon la plus
absolue)2). í þessari skilgreiningu felst, svo sem
hverjum lögfræðingi er kunnugt, hinn fullkomni umráða-
*) Jiannig heldur Colson því fram (Cour s d’É c on o-
m i e p o 1 i t i q u e, II. bindi, bls. 182), að þær ætti að takmarkast
við sjötta lið. Eftir frönskum borgaralögum nær erfðaréttur i
tólfta lfð. Annars eru lögerfðir ekki algengar og myndi verða
enn sjaldgæfari, ef ríkið væri gert að erfingja að lögum. Et'tir
sænskum og finnskum iögum eru lögerfðir ckki bundnar við
vissa ættliði, heldur fellur arfurinn til allra ættingja takmarka-
laust.
2) I þýzkum borgaralögum (Burgerliches gesetz-
buch) er sneitt hjá skilgreiningu á eignarhugtakinu. Aftur á
móti er eigandinn (der Eigentumer) skýrgreindur þannig,
að hann hefir réttindi, án íhlutunar annarra og eftir eigin geð-
þótta, að fara með hlutinn og ráða yfir honum, að svo miklu
leyti sem það kemur ekki í bága við lög eða réttindi annarra
manna.