Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 117
SAMVINNAN
111
tímabili gufuvélanna eru það kolanámurnar. Einkaeignin
hefir á vorum dögum einnig skapað sér ný verðmæti, sem
voru óþekkt áður, svo sem það, sem kallað hefir verið
hreyfanleg verðmæti, t. d. skuldabréf og verðbréf, papp-
íra, sem hægt er að geyma og bera í tösku sinni. Nú á
tímum þykir það einhver þægilegasta og handhægasta
tegund eigna1). Ennfremur mætti tilnefna andleg verð-
mæti, svo sem bókmenntaleg, vísindaleg og listræn; yfir
þau nær einnig eignarréttur einstaklinga nú á dögum,
hvort sem hann er nefndur útgáfuréttur, einkaréttur eða
öðrum nöfnum.
Hugsanlegt er, að þegar stundir líða, taki eignarrétt-
ur einstaklingsins á sig aðrar myndir, sem vér getum ekki
gert oss grein fyrir nú.
Sams konar stöðug framþróun og nú hefir lýst verið
hefir átt sér stað um m e n n þá, sem eignarréttinn hafa
í höndum.
Til þess að byrja með voru þeir mjög fáir, í fyrstu
aðeins höfðinginn, og síðar ættarhöfðinginn; þrælar og
útlendingar og stundum jafnvel konur höfðu engan rétt
til neinnar eignar.
Nú á dögum er réttur til eignar ekki aðeins viður-
kenndur hverri mannlegri veru, heldur einnig ímynduð-
um persónum, sem nefndar eru persónur að lög-
u m. Þeir, sem fyrstir urðu fyrir því, að vera eignaður
slíkur persónuleiki, voru guðirnir — þeir gátu átt eignir
og tekið við arfi — og það kom sér oft vel fyrir prest-
ana. Síðar gat ríkið verið persóna að lögum, og ýmiskon-
ar þjóðfélagslegar stofnanir, svo sem borgir og bæir. Enn-
þá síðar hafa einkafélög hlotið eignarrétt. Reyndar hefir
það kostað mótþróa frá ríkisins hálfu að fá því fram-
gengt. Þá hafa ýmis konar fjáraflafélög, eða h 1 u t a-
*) Franski jafnaðarmannaforinginn Jaurés (d. 1914) seg-
ir í Études socialistes: „Nú á dögum les eignamaðurinn
það i dagblöðunum, livað hann á mikið". Áreiðanlega er hér
um þá tegund einkaeignar að ræða, sem áður var alveg óþekkt
og fornaldarmenn hefði því átt erfitt með að meta.