Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 94
88
S A M V I N N A N
Og þegar hættan er augsýnileg orðin, verða bank-
arnir að grípa til sinna ráða til þess að afstýra henni. Og
úrræðin eru tvö: Annaðhvort verður að a u k a m á 1 m-
forðann eða minnka seðlafjölda í um-
f e r ð.
Auðvitað getur bankinn ekki eftir eiginn geðþótta
aukið málmforða sinn, en hann getur kippt að sér hend-
inni um seðlaútgáfuna, þ. e. a. s. hann getur hætt að lána
almenningi, hvort heldur er um venjuleg lán að ræða eða
forvöxtun víxla (en vér vitum, að með þeim tveimur að-
ferðum sendir bankinn víxlana í umferð). Og þetta ráð
hlýtur að duga. Annars vegar hættir seðlamagn í umferð
að aukast, þegar hætt er að senda seðlana út, og hins
vegar hlýtur seðlum, sem komnir voru í umferð, að
fækka um leið og víxlar og önnur lán falla í gjalddaga.
Seðlar og málmpeningar streyma þá inn í bankann dag-
lega, og sjóður bankans hlýtur að aukast.
Seðlamagn í umferð má líkja við vatnsrennsli, sem
endurnýjast stöðugt þannig, að það rennur gegnum pípu
inn í þró og um aðra pípu út úr þrónni aftur. Seðlarnir
komast í umferð gegn um pípu seðlaútgáfunnar, sem opn-
uð er, þegar fé er forvaxtað eða lánað út á annan hátt;
og þeir hætta umferð og hverfa aftur til bankanna gegn-
um pípu innlánanna. Ef bankarnir loka fyrri pípunni, en
skilja hina síðari eftir opna, er það augljóst, að seðla-
straumurinn hverfur og hættir af sjálfu sér.
Að vísu væri það allt of róttækar aðgerðir að hætta
með öllu forvöxtun víxla og allri annari lánsstarfsemi. I
fyrsta lagi mundi það valda stórkreppu í landi, ef allt
lánstraust hyrfi, og í öðru lagi mundi það verða bönkun-
um sjálfum til stórtjóns, ef útlánsstarfsemi þeirra hætti
og þeir missti tekjur sínar af henni. Sama árangri má
einnig ná með hæglátlegri aðgerðum. Bankarnir þurfa
ekki annað en draga úr útlánum með því annaðhvort að
hækka forvexti eða gera strangari kröfur um þá víxla,
sem keyptir eru, t. d. með því að synja kaupum á víxl-