Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 32
26
SAMVINNAN
ræktarlandi í kring. Dalsáin var virkjuð í sumar og verm-
ir nú og lýsir öll hús á Núpi.
Núpur er sem þorp sér. Hjáleigur eru í fcúninu, tvö
íbúðarhús, skóli, þinghús og kirkja. Allt ei' þetta mis-
gamalt, í ýmsum sniðum og með ýmsum litum, og meö
engri reglu niður sett. Þessi lausung og regluleysi einkenn-
ir öll okkar nýreistu höfuðból. Hólar bera þess glöggar
minnjar. Þær byggingar, sem ekki molna undan tímans
tönn, munu verða minnisvarði byltingatímans 1874—1930
— leysingartímans, er feykti fornum stofnum og græddi
nýja. Enn hefir þjóðin eigi að fullu sett fastan svip á allt
hið nýja, sem er að vaxa og á að verða gamalt, íslenzkt
og þjóðlegt. — En húsin á Núpi minna líka á föt, sem
börn eru að vaxa upp úr. Þau eru of lítil — og önnur ný
þurfa að koma í staðinn.
Ég hafði gaman af að sjá skólafólkið á daginn. Páska-
frí og próflestur fór saman. 'Sölskinið lokkaði fólkið upp í
hlíðina. Smáhópar sátu á steinum og grashjöllum þar
efra; einn þuldi, aðrir hlýddu á — tímum saman. Þá hófst
söngur í einum hópnum og síðan öllum hinum. Eftir
nokkra stund hljóðnaði söngurinn og leikir hófust, og á
harða spretti kom allur hópurinn heim, er bjallan Icallaði.
Einum sið vil ég lýsa frá Núpi. Það er rökkursetan.
Hún hefst með söng. Síðan er það hlutskipti einhvers að
koma með eitthvað nýtt til skemmtunar. Fyrsta kvöldið,
sem ég var þar, varð ég að gjalda Torfalögin með þjóð-
sögu sunnan úr Skaftárþingi. Annað kveldið las einn nem-
andi laglegt kvæði frumsamið. Síðasta kvöldið sagði skóla-
stjóri frá. Síðan var setunni lokið með söng. — Annars
hefi ég ekkert fólk hitt jafn syngjandi sem fólkið á Núpi.
Frá Núpi fór ég smáherferðir út um fjörðinn á vél-
snekkju. Vélsnekkjurnar*) hafa gerbreytt öllum ferða-
lögum vestra. Þær eru komnar svo að segja á hvern bæ.
Ætíð hafa Vestfirðingar þó farið mest ferða sinna á sjó.
Kristinn bóndi þurfti áður fjóra menn á bát, ef farið var
*) „Trillur".