Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 87
SAMVINNAN
81
í útlöndum nemi fjórum miljörðum, en skuldirnar þremur
miljörðum, >á hefir Frakkland of mikið af víxlum. Þeir
eru þá til handbærir, sem nema fjórum miljörðum, en til
greiðslu skuldanna þarf ekki nema þrjá miljarða í víxlum.
Þá er fjöldinn allur til af víxlum, sem enginn vill kaupa,
og verður því að senda þá til útlanda til innlausnar. Þess
vegna reyna bankarnir að losna við þá, enda þótt þeir
neyðist til að selja þá með lækkuðu verði. Þannig getur
hugsazt, að þúsund franka víxill, sem greiðast á í Brússel,
sé seldur fyrir 998 franka eða fyrir 995 franka. Hann er
þá fallinn niður fyrir nafnverð1).
Þegar útlendir víxlar í einhverju landi eru skráðir
yfir nafnverði, segja menn, að víxilgengið sé ó h a g'-
s t æ 11 því landi. En hvað er átt við með þeim orðum ?
Mundi það vera það, að víxilgengið sé óhagstætt fyrir
kaupendur víxlanna? Vafalaust er það svo; en um leið
lilýtur það að vera hagstætt fyrir seljendur víxlanna.
Það, sem átt er við með þessu, er því það, að þegar víxil-
gengið er ofar nafnverði, þá er þar með gefið í skyn, að
innieign landsins í útlöndum nægir ekki til þess að vega
á móti útlendum skuldum þess, og þess vegna verður að
senda út úr landinu vissan myntforða til þess að jafna
reikningana. Hækkun víxilgengis, eða hærri skráning
víxlanna í útlöndum, er þá óbrigðull fyrirboði þess, að
málmforði flyzt úr landi, og af þeim sökum er það kallað
x) það er hinn mesti vandi að meta og skrásetja víxil-
gengi. Venjulega er valinn sem eining víxill, sem hljóðár á
100 mynteiningar (franka, dollara, rúblur, mörk, flóríur, krón-
ur o. s. frv.), og hann skráður í verði, sem er annaðhvort
hærra eða lægra en nafnverð hans. Nafnverð á Hamborgar-
víxli, sem hljóðar a 100 mörk, er 125 frankar, þegar markið
gildir 1 franka og 25 sentímur. Á Lundúnavíxli er einingin
höfð eitt pund, sem gildir 25 franka og 22 sentímur. Slikur
víxill er því í nafnverði, þegar fyrir hann er greitt 25 frank-
ar og 22 sentímur. — Til nánari athugunar um víxilgengi og
fleiri fyrirbrigði, sem því fylgja, er ágætt að lesa Theory of
Foreign Exchanges. það rit er áður nefnt og er til á
sænsku.
6