Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 40
34
S A M V I N N A N
takmarkið, sem að þarf að stefna, svo allir hafi nóg af
liollustu og ódýrustu fæðunni, sem til er. Jafn-
vel á Vestfjörðum mun víðast hægt að rækta svo í grend
við þorpin, að nálgist þetta. En eigi ræktun að miða ört
áfrarn og verða ódýr, er sjálfsagður félagsskapur. Landið
verður að vera girt í einu, ræst og unnið með beztu
tækjum. Er þá um tvennt að velja, samvinnufélög til
ræktunar, eins og á Höfn í Hornafirði, eða bæjarrekstur
eins og á Isafirði.
Þriðja nauðsyn vestfirzku þorpanna er að stofna
samvinnufélög til atvinnu. — Nú liggur yfir allri veröld
hungurvofa hallæris. Tugir miljóna svelta heilu eða hálfu
hungri, og fá eigi að vinna fyrir brauði, þótt alls
staðar bíði næg verkefni. Það þarf enga vitringa til að
sjá, að þessi óáran er eingöngu í mannfólkinu sjálfu. Hún
stafar frá sjúkdómi, sem nagar rætur þess skipulags, sem
nú ríkir á atvinnusviðinu. Annars vegar eru auðvalds-
sinnar, sem heimta einræði fárra yfir lands- og vinnu-
tækjum, og háan arð einvaldanna af fé sínu. Hins vegar
er hungraður múgur og örfáir leiðtogar hans, sem ganga
um götur borganna með rauða fána, æpandi á fjarlægt
draumóraland, en framkvæma ekkert annað en hótanir,
krefjast fyrir líðandi stund einskis annars en hærra
kaups, sem hlýtur að auka vandræðin og dýrtíðina og
margfalda atvipnuleysið og gera ófriðinn milli stéttanna
æ trylltari.
Okkur íslendinga vantar sízt af öllu draumóramenn,
er gylli upp fjariæg framtíðarlönd og- lýðæsingamenn, er
fylkingum safni á götum, eða menn, er æsi lýðinn til að
gera æ hærri og hærri kröfur um aukin lífsþægindi.
Okkur vantar starfandi hugsj ónamenn.
Vestfirzku verkamennirnir og sjómennirnir hafa reynt,
að það leiðir ekki til neinnar biessunar að heimta alltaf
brauð sitt, meira og meira brauð, hærra og hærra kaup,
af drottnandi auðvaldi. Eina viturlega leiðin er að hætta
öllum samningum við óvin alls jafnréttis, auðvaldið.
Hætta algerlega að verzla við nokkurn kaupmann,