Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 129
SAMVINNAN
123
þessa heims gæðum í réttu hlutfallí við sína e i g i n
vinnu, er þar með brotin á bak aftur.
Með lánum og leigu herðir eignarrétturinn á mismun
iðjuleysingja og iðjumanna að því leyti, að með því skip-
ar hann mönnum í tvo flokka, lánveitendur og skuldu-
nauta, sem getur orðið til friðslita innan þjóðfélagsins.
Með ávöxtun eignanna skapar hann enn skiptingu
innan þjóðfélagsins í tvo flokka, daglaunamenn, sem
vinna fyrir annarra reikning, og vinnuveitendur, sem
hirða afraksturinn af vinnu hinna, að minnsta kosti að því
er virðist. Og af þessu rís baráttan milli fjárins og vinn-
unnar.
Með sölunni veitir eignarrétturinn eigandanum einnig
eignarrétt yfir v e r ð i afurðanna, og um leið verður
hann háður öllum breytileika framboðs og eftirspurnar,
öllum góðum og illum möguleikum, öllum duttlungum til-
viljana og heppni. Og við það verður hann ótryggur, eins
og happdrætti og slembilukka, og það er einmitt slíkt
staðfestuleysi, sem sérkennir auð og eignir í þjóðfélögum
nútímans.
ANNAR KAPÍTULI.
Eignaskiptingin og jaf naðarmennskan.
Agnúar þeir, sem eru á núverandi eignaskiptingu,
hafa eðlilega hvatt menn til þess að gera tilraunir í þá
átt, að umskipa því fyrirkomulagi, sem nú er, og setja
nýjar reglur um eignaskiptingu. Af því hafa sprottið
ýmsar kenningar jafnaðarmanna.
Að vísu hafa jafnaðarmenn ekki eingöngu bundið
sig við það eitt, að umskapa reglur þær, sem eignaskipt-