Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 22
16
SAMVINNAN
Henni má aldrei loka. Þá verður manntjón frá eynni. Sagt
var mér, að henni hefði verið lokað eitt sinn fyrir nokkr-
um árum af manni, sem ekki vildi á hégiljur trúa. —
Þann dag lagði bátur frá eynni í blíðviðri. Ungum, röskum
manni varð fótaskortur, hrökk útbyrðis og drukknaði, þó
nóg sýndust bjargráð. Síðan stendur kirkjan ætíð opin.
III.
Skipið dvaldi dag í Hafnarfirði. Fjöldi farþega var
með, og eyddi þar deginum. Ég gekk um hæðirnar í kring.
— Hafnarfjörður stendur fagurlega á hraunþrepum við
fjarðarbotninn. Margar klettamyndir eru heim við húsin',
gjár, hellar og holur. Þetta gefur bænum náttúrublæ.
Mannaverkin yfirgnæfa ekki náttúrusmíðar. Sökum hali-
ans skyggja húsin ekki hvert á annað og í efrihluta bæj-
arins er vítt og frítt útsýni til lands og sjávar.
En bærinn er ekki jafn fagur og hann gæti verið. Þar
er álíka marg-t fólk og á Akureyri, en ólíkur er svipur
bæjanna. í Hafnárfirði er einn drottinn, það er þorskur
konungur. Allur bærinn lýtur þorskinum. Háar hallir og
víðar eru yfir þorskinn byggðar. Stór landsvæði eru gerð
að þerrivelli fyrir hann og háir hlaðar og breiðir af ein-
tómum saltþorski standa fram með sjónum. Varla sást
þar vagn né bíll daginn l?ann, sem eigi var á einhvem
hátt þorski þjónandi. — Þá var ekki fámennt kvennabúr
þorsks konungs. Hvergi hefi ég séð annan eins fjölda
kvenna við vinnu. Á öllum bryggjum, stakkstæðum og í
liverjum opnum fiskhúsdyrum sáust hópar kvenna á öll-
um aldi i, með öllum svip og búnaði og öllum litum fata,
allar þorskinum lútandi, þar sást varla karl við vinnu,
eða þeir hurfu og týndust í kvennaskai'anum. — Og
þorski ui'ðum við að lúta, faiþegarnir. Fyrr en Hafnar-
fjarðar þorskurinn hafði fyllt lestirnar og gert skipið
lágborða, mátti eigi hugsa til ferðar.
Bærinn hefir aðeins einn atvinnuveg, þorskveiðar,
og ber þess minnjar. Reykjavík stelur frá honum öllu öðru.
En víst er bj örgulegt við sjóinn þar. Og sú mun koma