Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 42
Skyr sem útflutningsvara.
Fyrir .einstakan áhuga meðal forráðámanna „Samvinnunn-
ar“ fyrir máli þessu, er hér orðrétt prentað ávarp eða bœkling-
ur, fjölritaður af mér, sem ég hefi undanfarnar vikur lagt fyrir
ýmsa menn liér sunnanlands, með það fyrir augum að hrinda
á stað framkvæmdum.
Eg vil biðja lesendur „Samvinnunnar" að minnast þess við
lesturinn, að ég liefði helzt kosið sums staðar orðabreytingar,
sem breyttu þessu ávarpi í greinarform, og svo hins, að ég hefði
kosið að bæta á stöku stað inn í skýringum, sem fram hefði þurft
að koma við umræður um málið.
Reykjavík, 12. nóv. 1931.
I. G. S. E.
Því hefir stundum verið haldið fram af stöku mönn-
um, að illt sé, að skyrið, sem er eitt af séreinkennunum
fyrir Island, og alíslenzk afurð*), sé í eðli sínu þess hátt-
ar, að ómögulegt sé að koma því til útlanda. Hafa menn
þessir þá helzt haft í huga, hve sólgnir flestallir útlend-
ingar, er hingað koma, eru í skyrið, þegar það er nýtt
og ósúrt.
Nú er skyrinu þannig háttað, að gæði þess minnka
með degi hverjum, sem líður frá því það varð tilbúið. Er
það súrmyndunin, sem er orsök þess, að ekki hefir verið
hægt að koma skyrinu til útlanda og selja þar, sem hverja
aðra verzlunarvöru.
*) Suður á Balkanskaga eru búnar til ýmsar 1 i n gerðar
ostategundir á ekki ósvipaðan hátt og skyrið, og henda nöfnin
til þess, að skyr sé upphaflega komið j’aðan sunnan að. eins
og t. d.: Siraz, Sir matsnv, S i r posny, Sir iz mjesine (búið
til úr undanrennu; hleypirinn úr þurkuðum kálfs- eða svína-
mögum), og svo portúgalska ostategundin Serra da Estella.