Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 74
68
S A M V I N N A N
því, hvort seðlaútgáfa skuli vera frjáls með öllu eða að
henni sé einhverjar hömlur settar. En sú spurning er
annars eðlis, og henni skal nú reynt að svara.
VI.
Takmörkun seðlaútgáfu.
Á meðan skoðanir frjálslyndra hagfræðinga réðu
mestu, var það viðurkennd meginregla, að öll lögboðin
takmörkun seðlaútgáfunnar væri óþörf, af því að engin
hætta stafaði af fullkomnu frjálsræði í þeim efnum. Þetta
hefir verið kallað á ensku banking principle,
reglan um bankafrjálsræðið, og er hún gagnstæð því, sem
nefnt er á ensku c u r r e n c y p r i n c i p 1 e, reglan um
takmarkaða umferð, sem vér munum koma nánar að síð-
ar. Fyrri reglan ætlast til þess, að seðlamagnið takmark-
ist eingöngu af viðskiptaþörf bankanna. Síðari reglan ætl-
ast hins vegar til þess, að seðlamagnið sé miðað við þann
málmforða, sem bankinn hefir handbæran. Deilan um
þessar tvær meginreglur er alkunn í sögu hagfræðinnar,
og á fyrra hluta 19. aldar varð sú deila mjög hávær og
umsvifamikil.
Fyrri reglan — um frjálsræði bankanna til seðla-
útgáfu — er rökstudd á þessa leið. Hvað er að óttast,
þótt seðlaútgáfunni sé engar hömlur settar? Er það of
mikil seðlaútgáfa? Sú hætta er ímyndun ein, þvi að lög-
mál viðskiptanna munu halda seðlaútgáfunni í skefjum,
eftir því sem þörf krefur, og það jafnvel þótt bankarnir
vilji fara lengra en hollt er og heilbrigt. Ástæðurnar til
þess eru þær, sem nú skal greina:
1. Bankaseðlar eru því aðeins gefnir út, að viðskipta-
þörf bankans krefjist þess, þ. e. a. s. til forvöxtunar eða
lána. Til þess að seðill komist í umferð þarf því ekki að-
eins það, að hann sé gefinn út, heldur einnig hitt, að ein-
hver hafi hug á að taka hann að láni. Það er því þörf