Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 78
72
S A M V I N N A N
í umferð, þá yrði hann að hætta að forvaxta víxla. Með
hverju ætti hann að forvaxta? — Með seðlum? —
Það gæti hann ekki, því að hámarkinu, sem er 965 mil-
jónir, væri þegar náð. — Eða með málmpeningum úr sjóði
sínum? Það má hann ekki heldur, því að ef hann minnk-
aði málmforðann um eina miljón, þá væri það lagabrot, á
meðan seðlarnir í umferð eru í hámarki, eða 965 miljónir.
Og þó getur Englandsbanki ekki neitað víxlum til for-
vöxtunar, því að ef hann gerði það, myndi helftin af
ensku verzlunarstéttinni verða gjaldþrota. Hið versta er
þó það, að hin mikla ábyrgð og áhætta, sem því fylgir
að brjóta þessi lög, hún lendir á ríkisstjórninni, en ekkl
á bankanum. En til þess ráðs hefir þó verið gripið aftur
og aftur.
Enska reglan um seðlaútgáfu hefir vej'ið tekin upp
í aðaldráttum í Svíþjóð og Finnlandi. Þar er málmforði
bankanna þó ekki einn talirm til tryggingar fyrir seðla-
útgáfunni, heldur einnig ýmsar eignir bankanna í öðrum
löndum. Þessi aðferð kemur að nokkru ieyti í veg- fyrir
óþægindi þau, sem þessari regiu fylgir, þegar kreppa er í
nánd1).
2. Önnur aðferðin er sú, a ð á k v e ð a v i s s t
hlutfall milli málmforðans og seðla-
magns þess, sem haft er í umferð; oftast
er það hlutfall haft 1:3.
Þessi aðferð er viðhöfð í mörgum löndum (Þýzka-
Ríkisbanki Sviþjóðar má gefa út 125 miljónir króna fram
yfir málmfox-ðatryggingu, að því tilskildu, að ómálmtryggðu
seðlai-nir sé tryggðir með útlendum og innlendum ríkisskulda-
bréfum og öðmm verðbi-éfum og víxlum. — Eftir reglugerð
Finnlandsbanka má seðlamagn hans í umferð fara i mesta
lagi 10 miljónir marka fram úr tryggingarupphæðinni. En til
hennar telst ekki aðeins málmfoi’ði bankans ásamt sleginni
finnskiá silfurmynt, heldur einnig tvímælalausar skuldaki-öfur
bankans á önnur lönd, sömuleiðis víxlar greiðsluskyldir í út-
löndum, útlend skuldabréf, vei’ðbréf og víxlar. En urn leið skulu
seðlar þeir, sem bankinn hefir i umfei-ð, teljast gildir sem ávís-
anir bankans á finnska mynt.