Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 138
132
S A M V I N N A N
Auk klausturfélaganna eru til sameignarfélög á vorum
dögum í Bandaríkjunum, sem þegar eru orðin allt að því
aldargömul1). Þótt árangur þeirra sé ekki ýkja mark-
verður, hafa þau þó með tilveru sinni einni saman sýnt
það og sannað, að sameignarhugmyndin er ekki ósam-
rýmanleg vinnu og framleiðslu, og meira að segja all-
verulegri velmegun. En nú skulum vér athuga, hverjum
skilyrðum það er bnndið, að slíkt skipulag geti þrifizt.
1. Slík þjóðfélög verða að vera m j ö g s m á, helzt
ekki fleiri þegnar en nokkur hundruð, í mesta lagi eitt
þúsund. Þetta viðurkenna sameignarmenn venjulega
sjálfir. Owen taldi þegnafjöldann ekki mega vera meiri
en 500—2000, og stjórnleysingjar vilja leggja s ó k n i r
eða h r e p p a til grundvallar sameignarskipulagi sínu, og
afnema r í k i ð um leið2). Skýringin á þessu er mjög ein-
föld. Því fleiri sem þegnarnir verða, því minni verður á-
hugi hvers eins fyrir því, að fyrirtækið heppnist. Ef
þjóðfélagið er mjög lítið, getur liver þegn vænzt ]æss, að
hafa sjálfur persónulegt gagn af sínu eigin starfi. En í
sameignarþjóðfélagi, sem næði t. d. yfir alla frönsku
þjóðina, mvndi hver þegn ekki njóta nema 1/30000000
hluta af framkvæmdum allrar þjóðarinnar, og það væri
allt of lítið brot af heildinni til þess að vekja áhuga nokk-
urs manns.
2. í þjóðfélögum þessum verður að ráða meðal allra
þegna, a n d i h 1 ý r r a r s a m ú ð a r gagnvart heildinni,
eða þá hinn strangasti agi.
Það er sjálfgefinn hlutur, að annaðhvort af þessu
tvennu verður að vera fyrir hendi í slíku samlífi, þar sem
*) Sjá N o r d h o f f. Communistic Societies og
E 1 y, T h e L a b 0 r M o v 0 m e n t in' Ameríca.
2) Sameignarþjóðfélögin í Bandarikjunum eru einnig mjög
smá. Hið stærsta, hinir svonefndu Shakers (sem er trúar-
flokkur) er skipt í mörg smæri félög, og hið stærsta þeirra,
Mount Lebanon, taldi ekki full á00 þegna árið 1876. í
stjórnleysingjafélaginu í Clousden Hill voru fvrir nokkru aðeins
tæpir 30 þegnar.