Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 150
144
S A M VINNAN
flutningi til Englands, eins og t. d. á oss íslendingum,
sem þurfum að selja mikinn hluta fiskaflans til Englands
og nokkurn hluta kjötsins, sem eru aðalútflutningsvör-
ur aðalatvinnuveganna. Eins verða Danir mjög illa úti.
Mestur hluti landbúnaðarvara þeirra fer til Englands, og
þar sem landbúnaðarvörur eru aðal útflutningsvörurnar,
koma ráðstafanir Englendinga skiljanlega mjög hart nið-
ur á þeim.
Fyrst um tíma héldust Norðurlandakrónurnar í mun
hærra gengi en sterlingspundið eða réttara sagt að krón-
urnar lækkuðu ekki jafnmikið og pundið. í byrjun nóv-
ember féll t. d. sænska krónan allmikið, krónan fylgist
með pundinu, því það mun vera erfitt til lengdar að
halda henni uppi, svo að hún falli ekki með pundinu. Um
sama leyti þurftu líka sænskir bankar að borga miklar
upphæðir til Ameríku, afborganir af stórum lánum, og
það felldi hana líka. Innflutningurinn hefir líka verið
mikill seinustu vikurnar, því að um þetta leyti eru jóla-
vörurnar teknar inn í landið, og eftirspurnin eftir út-
lendum gjaldeyri hefir aukizt. Allt þetta hefir hjálpazt
að að fella krónuna. Alveg það sama hefir átt sér stað
í Englandi, þar hefir mjög mikið verið flutt inn, sökum
þess að menn bjuggust við tollum og höftum, svo það
hefir verið erfiðleikum bundið að halda pundinu uppi.
Sökum hins háa gengis, sem undanfarið hefir verið
á sænsku krónunni, hefir útflutningurinn minnkað mik-
ið og þá um leið framboðið á útlendum gjaldeyri. Þetta
hefir gert það að verkum, að Svíar, er eiga fé sitt í út-
Iendum verðbréfum, sem nú eru innleysanleg', eða verða
það innan skamms, selja nú þessi verðbréf sín, þau sem
eru í góðri mynt, eins og t. d. franskri eða svissneskri.
Til þess að koma í veg fyrir að krónan lækki ennþá
meira, hafa bankarnir nú komið sér saman um takmörk-
un á lánveitingum, til þess að koma í veg fyrir alt of
mikinn innflutning og kaup á erlendum gjaldeyri, og
kemur þetta vitanlega til með að verka líkt og innflutn-
ingshöft. Guðl. Rósenkranz.