Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 81
SAMVINNAN
75
skuldabréfum sírium, sem hún neyddist þá til að gefa út,
svo að miljörðum skipti. Það er alveg sama aðferðin og
lijá frönsku stjórninni, þegar hún neyðir sparisjóðina og
almennar stofnanir til þess að festa stofnfé sitt í arð-
bærum ríkisskuldabréfum. Bankaseðlar þeir, sem gefnir
voru út í Bandaríkjunum fyrir 1914 eru í rauninni ekk-
ert annað en ríkisskuldabréf, sem breytt er í gjaldeyri,
og bankarnir eru ekki annað en tæki til þess að gefa
þá út.
Óhætt er að fullyrða, að engin af þessum aðferðum
tryggir til fullnustu innlausn seðlanna. í reyndinni eru
bankarnir fyrst og fremst lánsstofnanir — og
það eiga þeir líka að vera. Og ef menn vilja notfæra sér
lánsmöguleikana, þá verða þeir líka að sætta sig við á-
galla þá, sem þeim fylgja. Ef menn vildi í senn hagnýta
sér kosti lánsviðskipta og staðgreiðslu í peningum, þá
væri það jafnfjarstætt því að tala um ferhyrndan hring.
Lánsviðskipti og staðgreiðsla eru tvö óskyld hugtök eins
og hringur og ferhyrningur.
Þar sem margir bankar hafa seðlaútgáfurétt og
samkeppnin er hörðust, þar eru líka strangastar reglur
settar. Aftur á móti eru reglurnar vægari, þar sem einka-
réttindi ei’u fyrir hendi. Og það er eðlilegt, að svo sé,
því að einkarétturinn er í sjálfu sér öflug trygging. Sá
banki, sem hefir einkarétt til seðlaútgáfu í sínu landi, og
sá banki hefir venjulega getið sér góðan orðstír og stend-
ur föstum fótum og þekkir vel þá ábyrgð, sem honum
er falin, hann mun einnig sjá sinn hag í því, að sýna
fyllstu varkárni í seðlaútgáfunni. Reynslan hefir sýnt
þetta svart á hvítu um alla stórbankana og sérstaklega
Frakklandsbanka. Nú um heillar aldar skeið hefir hann
sýnt svo mikla varfærni með málmforða sinn, að það er
frekar of en van. Og þó er hann ekki háður neinum
reglum eða takmörkunum um það, hve mikill málmforð-
inn skuli vera. Af þessum ástæðum er það, að hugmynd-