Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 58
52
S.A.MVI.NN A.N
þeim, sem þér verzlið við, eftir tilvísunum þeim, sem þér
gerið mér — og allt þetta verður yður til mikilla þæg-
inda“.
Og þar eð almenningur hlustar á þessar fortölur og
skilur þær, fá bankamir álitlegar fjárfúlgur til umráða
með því svo að segja að draga í sínar hendur og safna
saman því fé, sem liggur ónotað á víð og dreif. Slíkar
innstæður eru í Frakklandi um 8 miljarðar franka1), í
Englandi yfir 25 og í Bandaríkjunum yfir 40 miljarðar
franka, en í þeim löndum hafa þessi peningaviðskipti náð
mestri útbreiðslu. Vér höfum áður minnzt á, hversu al-
gengt það er í Englandi, sérstaklega meðal efnaðri
stéttanna, að fólk hafi ekki handbæra peninga hjá sér,
heldur leggi þá inn í banka og greiði alla reikninga mcð
ávísunum. (Sjá I. bindi, bls. 258)2).
Það innlánsfé, sem hér hefir verið gert að umtalsefni,
er nefnt v ö r z 1 u f é. Og það fé, sem almenningur legg-
ur inn í bankana á þennan hátt, að geta tekið það út hve-
nær sem vera skal, það er haft á hlau'pareikningi.
En til er önnur tegund innlánsstarfsemi. Menn, sem
ekki þurfa að taka fé sitt til notkunar fyrr en eftir ein-
hvern vissan tíma, leggja það inn á fastan innláns-
r e i k n i n g. Og er þá bankinn skyldur að endurgreiða
féð, þegar innlánsskírteinið er sýnt, að þeim tíma liðnum.
f Svíþjóð og Finnlandi er innlánsfresturinn vanur að
vera frá einum mánuði og upp í sex, og vextir frá 3% og
upp í 6%, og fara vextimir eftir ástandi peningamark-
aðsins og því, hve langur er innlánsfresturinn3).
’) Hér eru ekki meðtaldar þær upphæðir, sem lagðar eru í
sparisjóði, þar eð þeir sjóðir eru annars eðlis en almennir bank-
ar (vei'zlunar- eða viðskiþtabankar).
2) Miljónamæringurinn Oscar Dickson lét eítir sig, þogar
hann dó, samtals 90 krónur í handbærum peningum.
3) Flestir bankar nú á tímum greiða vexti af slíkum inn-
stæðum, en þó eru til þeir bankar, sem enga vexti borga. Sumir
stórbankar, svo sem Frakklandsbanki og Englandsbanki gcra
það ekki. þeir þykjast gera innstæðueigöndum nógan greiða