Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 56
50
SAMVINNAN
skattsmölum ríkissjóðsins, því að þeir eru, svo sem kunn-
ugt er, helzt til áleitnir við stóru lánsstofnanirnar og stór-
g-róðamenn og auðkýfinga. Það lítur því ekki út fyrir, að
þessi samdráttur bankastarfseminnar stefni að einokun
(að undantekinni seðlaútgáfunni, sem síðar verður rætt
um) eða samsteypu. Það virðist ekki hætta á því, að stóru
bankarnir geri slíkan félagsskap með sér. Samkeppnin,
sem á sér stað milli þeirra, ber vott um, að almenningur
þarf ekki að óttast neitt slíkt. Hið nafnfræga lögmál
Marx um samdráittinn gildir ekki hér heldur að fullu og
öllui) (sjá I. bindi, bls. 127).
II.
Um innstæður og aðra innlánsstarfsemi.
Það er fyrsta verk hvers bankaeiganda að afla sér
fjár. Hann getur að vísu notað sitt eigið fé, ef hann er
auðugur, eða fé eignamanna, sem hægt er að fá í félags-
skap, en slíkir menn í viðskiptaheimi nútímans eiga fé,
sem nemur hundruðum miljóna. En ef bankaeigandinn
notaði til rekstrar aðeins sitt eigið fé eða það fé, sem
*) Til nánari skilnings á bankastarfsemi má vitna í Leroy-
Beaulieu: Traité d’Économie politique; Der
Kredit und das Bankwesen í handbók Schönbergs;
Banken í Handwörterbucli d e r Statswissen-
schaften; ennfremur Bankpolitik eftir danska pró-
fessorinn W. Scharling. Um ensku bankana og hið einkennilega
og jafnframt ágæta skipulag þeirra má vitna til Edgar
Jaffé: Das englische Banltwesen. Af sænskum rit-
um má nefna þessi: J. Leffler: Det ekonomiska sam-
hallslivet, 1. bindi; stutt og laggóð lýsing er í National
e k o n o m i e n s g r u n d d r a g eftir C1 a e s W e s t m a n, enn-
fremur Bankteknik eftir Ivar Hultman, og er fram-
setning hans mjög ljós og notagild fremur en vísindaleg. Síð-
ast en ekki sízt má nefna stórt rit: De moderna affál’s-
b a n k e r n a eftir S. B r i s m a n.