Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 75
SAMVINNAN
69
almennings, en alls ekki fjárgræðgi bankanna, sem tak-
markar seðlaútgáfuna og ræður henni. S e ð 1 a m a g n-
ið, sem bankinn gefur út, er algerlega
háð víxlaveltu þeirri, sem bankanum er
f a 1 i n t i 1 forvöxtunar, en sú víxlavelta fer aftur
eftir ástandi viðskiptanna yfirleitt.
2. Seðlarnir eru aðeins stuttan tíma í umferð utan
bankans. Nokkrum vikum eftir að þeir voru sendir út,
byrja þeir að koma inn í bankann aftur. Þúsund franka
seðill er t. d. sendur í umferð, þegar víxill er keyptur.
Eftir 40 eða 50 daga, eða í síðasta lagi eftir 90 daga, þeg-
ar víxillinn er greiddur, fær bankinn aftur þennan þús-
und franka seðil. Ef til vill er það ekki sami seðillinn, sem
sendur var út í upphafi; en hvað gerir það til. Bankinn
tekur við eins miklu aftur og hann lét frá sér fara, og
það er aðalatriðið.
3. Sé nú að síðustu gert ráð fyrir, að bankinn gefi út
of mikið af seðlum, þá myndi það reynast ókleift með öllu
að halda þeim í umferð; því að ef of mikið er af þeim,
íalla þeir í verði, og jafnskjótt og verð þeirra rýrnar,
hversu lítið, sem það er, flýja eigendur þeirra sem skjót-
ast með þá til bankans til þess að fá þá innleysta. Ef
bankinn reyndi að ofhlaða almenning með seðlum, myndi
sú tilraun mistakast. I stað þess yrði bankinn sjálfur of-
hlaðinn seðlum fyrr en varir.
Hugleiðingar þessar hafa í sér fólginn sannleika, og
reynslan hefir aftur og aftur staðfest réttmæti þeirra.
Bönkunum hefir aldrei tekizt að þvinga í umferð meira
af seðlum en þörf krafði.
Þess verður þó ekki dulizt, að algert frjálsræði í
seðlaútgáfu getur haft stórhættur í för með sér, að
minnsta kosti á krepputímum, þótt svo sé ekki að jafn-
aði. En kreppum má alltaf búast við öðru hvoru, á með-
an þjóðskipulagi er svo háttað sem nú er.
Fræðilega séð er það vafalaust rétt, að seðlamagn
það, sem út verður gefið, er háð almennri eftirspurn, en
ekki eigin geðþótta bankanna. En þess verður þó að gæta,