Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 147
SAMVINNAN
141
Kreppa og kaupgeta.
Á öðrum stað hér í tímaritinu er birt ávarp frá full-
trúafundi samvinnumanna til allra samvinnufélaga. Þar
eru samvinnumenn áminntir um að vinna á móti tilraun-
um auðvaldsfyrirtækjanna, til þess að nota sér núverandi
ástand til hagnaðar, og að reyna að halda vörum í sem
sanngjörnustu verði. Þ. e. a. s., að vinna á móti hvers-
konar gróðabralli. — Sænskur hagfræðingur, sem mikið
hefir rannsakað yfirstandandi heimskreppu, segir, að
kreppa þessi sé eiginlega barátta milli tveggja stefna,
annars vegar gróðabrallsstefnunnar en hins vegar spar-
semisstefnunnar. Samvinnumenn, sem sjá hve hættulegt
gróðabraskið er, fylkja sér einhuga undir merki sparnað-
arstefnunnar.
Árangur gróðabrallsins er nú þekktur. Þegar eítir-
spurnin eftir vörunum minnkaði, fóru kaupmenn að selja
vörur sínar með afborgunum, til þess að halda uppi jafnri
eftirspurn og hafa þeir sjálfsagt getað aukið hana nokk-
uð. Fólk hefir haft ímyndaða kaupgetu, því hefir fundizt
kleift að kaupa vöru þegar það gat fengið hana með litl-
um afborgunum mánaðarlega, en áður en það hefir vitað
af, hefir það oft verið búið að kaupa allt of marga afborg-
unarhluti, fleiri en þörf hefir verið fyrir, og kaupgetan
loks tekið fyrir frekari kaup. Framleiðendurnir hafa
blekkzt af þessari eftirspurn, aukið framleiðslutæki sín
og framleiðslu, sökum þessarar fölsku eftirspurnar. Þegar
svo tekur fyrir eftirspurnina, standa framleiðendur uppi
með tæki sín og framleiðsluvörur, sem engin eða lítil eftir-
spurn er eftir og afleiðingin verður atvinnuleysi og fjár-
hagshrun.
Fyrir gróðabrallsmennina er það aðalatriðið að geta
látið sömu hringiðuna halda áfram. En til þess þurfa pen-
ingarnir, eins og nú er, mikið að aukast, en það þýðir aft-
ur minni kaupgetu hverrar krónu og vöruverð myndi
hækka, „inflation“ væri aítur komin á stað, og áhrif
hennar eru vel kunn frá stríðsárunum. Braskai'arnir