Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 54
SAM.VINN AN
48
tímans. Og þeir, sem peningaráðin hafa, geta tekið öll
ráð af kaupmönnum og iðnreköndum, þeir geta hjálpað
þeim áfram eða kollvarpað þeim, allt eftir því, hvort þeir
vilja lána peninga sína eða vilja það ekki. 1 viðskiptalíf-
inu er það drep að missa Iánstraustið.
Að taka lán og lána er því aðalhlutverk hvers banka.
En lántaka bankanna fer venjulega þannig fram, að þeir
taka við innlánum (sparifé) og útlánin þannig, að þeir
forvaxta víxla. Þess vegna eru þeir stundum nefndir i n n-
1 á n s- og v í x 1 a b a n k a r.
En til er enn þriðja tegund bankastarfsemi, alólík
hinum tveimur, enda þótt hana megi telja eins konar inn-
lánsstarfsemi, það er s e ð 1 a ú t g á f a n. En hún er
venjulega ekki aðalstarf banka; oftast er það, að sér-
stakir bankar hafa sérréttindi til seðlaútgáfu, og eru þeir
þá nefndir seðlabankar.
Auk þessara aðalgreina bankastarfseminnar eru
einnig til margar aðrar greinar hennar. Fyrst og fremst
eru til fleiri útlánategundir en víxlaniir, t. d. h 1 a u p a-
reikningslán, þar sem tryggingin er engin önnur
en skilsemi lánþiggjanda; ennfremur lán gegn veði
í verðbréfum (um fasteignaveðlán er áður ritaði); þá
er það enn til, að bankar taki beinan þátt í
i ð n r e k s t r i, og er það áhættusöm starfsemi; þó er
það mjög algengt um þýzka banka, og hefir það mjög
stutt að hinum miklu og öru framförum í þýzkum iðn-
aði. Ennfremur verzla bankar mjög mikið
með útlenda víxla, kaupa þá og selja. Þeir gefa
e i n n i g ú t verðbréf, þ. e. hlutabréf, alveg eins og
hlutafélögin eða ríkin gefa út skuldabréf, og gildi þeirra
nemur miljörðum árlega; og bankarnir koma þeim
sjálfir á markaðinn. Loks hafa þeir það starf á hendi að
geyma verðbréf eignamanna og almennings. Sú
grein bankastarfsemi fer mjög í vöxt, og er hún
bönkunum alldrjúg tekjulind, ekki svo að skilja, að ómaks-
launin fyrir geymsluna sé svo há, heldur af því, að bank-
amir hafa umboðslaun fyrir að ávaxta verðbréfin.