Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 118
112
SAMVINNAN
f é 1 ö g, sem svo eru nefnd, sem stofnuð eru til iðnrekst-
urs eða verzlunar, hlotið viðurkenndan eignarrétt, og hefir
það tekizt að miklu leyti mótþróalaust. En lengi hefir ver-
ið barizt á móti því, að slíkur réttur væri veittur félög-
um, sem vinna að einhverjum hugsjónum, svo sem hjálp
til bágstaddra, fræðslu, vísindum, trúmálum, stjórnmál-
um. Það er gamla hræðslan við hina svonefndu d a u ð u
h ö n d, sem þessu veldur. Og sú hræðsla er sprottin af
þeirri hugsun, að þær nytsemdir, sem eru eign félaga eða
fjölda, sé verr ræktar og ávaxtaðar en eignir einstakra
manna, og oft sé þær teknar úr umferð eða notkun um
lengri eða skemmri tíma. I öðru lagi er hræðsla þessi
sprottin af stjórnarfarslegum ástæðum, þeirri hugsun, að
slíkar félagsstofnanir komist til valda og ráða, rísi upp á
móti ríkinu og taki fram fyrir hendur þess í ýmsum þjóð-
félagslegum viðfangsefnum.
Þessi hræðsla við dauðu höndina, sem á rót
sína að rekja til frönsku löggjafanna fornu, virðist oss
vera að miklu leyti úrelt fyrirbrigði. Þess væri sannarlega
óskandi, að nokkur hluti almennra nytsemda væri dreginn
úi' höndum einstaklinga og hagnýttur í þess stað til al-
menningsþarfa, þar sem einkahagsmunir koma ekki til
greina. Þau mótmæli, sem þessu kunna að mæta, eiga eng-
an rétt á sér, nema þegar um jarðeignir er að ræða. Þeg-
ar um verðbréf eða jafnvel mannvirki er að ræða, eiga
þau engan rétt á sér. Sá eignarréttur, sem rétt er að
meina persónum að lögum, er því aðeins eignarréttur
jarða. Því verður ekki á móti mælt, að jarðnæðið, sem í
sjálfu sér er takmarkað, ætti að vera í höndum lifandi
manna en ekki ímyndaðra persóna. Annars liggja engin
hagfræðileg rök til þess, að hægt sé að takmarka eignar-
rétt persónu að lögum, að öðru leyti en því, sem falizt
getur í tilgangi stofnunarinnar sjálfrar. Löggjafinn getur
alltaf krafizt slíkrar tryggingar, en hún verður alltaf að
fara eftir ástæðum og því, sem við á, í það og það skiptið.
En menn hafa farið enn lengra í þessa átt, og veitt
eignarrétt ekki aðeins stofnunum, heldur einnig því, sem