Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 34
28
S A M V I N N A N
um fjöruna eru þar þurrir sandar með grunnum álum á
rnilli og bezti vegur.
Meðfram vöðlunum eru marílatar engjar í lægðum,
með úrvals heyi og ágætum högum á sandhæðunum. Út frá
engjasléttunni greinast ýmsir dalir með sauðhögum upp
í fjöllin. Með sléttunni er þétt bæjaröð, góðar jarðir og
fríðar standa í dalsmynnum eða undir klettahyrnum, sem
gnæfa við himinn milli dalanna. Þetta er ljómandi land-
búnaðarsveit.
Utar með sjálfum firðinum eru dalir inn í suður-
ströndina og klettar á rnilli, en að norðan jafnar hamra-
brúnir og undirlendið lítið er utar dregur. Þar er engin
byggð utar en kauptúnið Flateyri.
Ég hélt fund inn í fjarðardalnum og annan á Flat-
eyri. Kom ég þangað þriðjudaginn síðastan í vetri — og
ætlaði að fara að morgni til ísafjarðar. En sköp réðu, að
ég mátti dvelja þar fjóra daga, tepptur af blindri hríð.
Var eigi fært yfir fjöllin eða út fyrir fjöll á bát. Á sumar-
daginn fyrsta lagði stór vélbátur út; var hlé um rnorgun-
inn og fór ég með. En úti fyrir andnesjum var stórhríð.
Þar bilaði vélin og lá við, að bátinn ræki á kletta. En til
allrar hamingju var vélsmiður um borð, sem klastraði vél-
inni í lag og komumst við með illan leik til Flateyrar aftur.
Flateyrarþorpið stendur á marflatri malareyri, undir
brattri hlíð. Engir eru vegir lagðir um eyrina, en húsin
standa í skipulegum röðum með breiðum millibilum. Að-
djúpt er að eyrinni og ágæt höfn innan við hana. — Inn
með sjónum frá Flateyri er breiður hjalli undir hlíðinni
og allgott að rækta. — Fom bújörð átti allt landið, þar
sem nú er þorpið og þar í kring. — Fyrir aldamót keyptu
Norðmenn jörð þessa. I bótinni innan við eyrina reistu
þeir hvalveiðistöð, einna stórvirkasta á landi hér. Þar
byggðu þeir hús og bryggjur miklar, en uppi á hjallan-
um íveruhús sín. Þessa stöð nefndu þeir Sólbakka. Stóð
nú hagur Önfirðinga með miklum blóma um hríð. Norð-
mannaforinginn var ágætismaður. Hann safnaði þar
drjúgum auðæfum, en var góður viðskiptis og lét drjúpa