Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 16
10
S A M V I N N A N
teknu Rússlandi, eða nærri 6 miljónir að Skotum með-
töldum. Óhætt er að gera ráð fyrir, að um helmingur
Breta fái lífsnauðsynjar sínar í samvinnufélögum.
Þessi mikli vöxtur samvinnufélaganna í Englandi
hefir kostað mikið erfiði og baráttu. Smákaupmennirnir
voru strax frá byrjun hræddir við samvinnuhreyfinguna.
Fóru þeir því á stúfana og hugðust nú að drepa þessa
hreyfingu. Reyndu þeir því að fá stórkaupmennina og
framleiðendur til þess að neita að selja kaupfélögunum
vörur. En það varð aðeins til þess að herða á kaupfélög-
unum að byrja á eigin framleiðslu. Eins hefir baráttan
gegn tvöfalda skattinum verið löng og hörð. I þeirri bar-
áttu hafa félögin notið stuðnings verkamannaflokksins.
Annars eru félögin utan við öll stjómmál.
Auk hins mikla gildis samvinnustefnunnar hefir þessi
farsæla þróun samvinnufélagsskaparins í Englandi, eins
og annars staðar, mest verið því að þakka, að félögin
hafa átt góðum, duglegum og framsýnum mönnum á að
skipa í stjórn sambandsins, mönnum, sem skilið hafa
samvinnustefnuna og ekki legið á liði sínu, þar sem
þurft hefir á hæfileikum þeirra að halda.
Samvinnan í Þýzkalandi.
Frá Englandi barst samvinnuhreyfingin brátt til
Mið-Evrópu. I fyrstu átti hún þó litlum vinsældum að
fagna í Þýzkalandi. Byltingakenningar Marx höfðu rutt
sér þar til rúms. Almenningur trúði ekki á, að til neins
væri að lappa upp á hið „kapitalistiska“ þjóðskipulag.
Hann trúði því ekki á neina hægfara umbótastefnu. Eina
leiðin til bættra lífsskilyrða fyrir fjöldann væri gerbylt-
ing, sem strax yrði að gerast. Þá voru líka kenningar
Lassalles efst á baugi, kenningin um „hin járnhörðu
launalög“. Lassalle hélt því fram, að tilgangslaust væri
fyrir alþýðuna að reyna að bæta kjör sín með sparnaði
eða með því að lækka útgjöld sín, af því að ef þeim tæk-
ist að lækka þau, myndu framleiðendur lækka kaup
verkamanna jafnmikið og þeim tækist að minnka útgjöld