Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 148
142
S A M V I N N A N
græða mest, en harðast kemur það niður á lægri launa-
mönnunum.
Þekkingarleysi framleiðandans á þörfum neytandans
þarf að minnka eða hverfa, en það minnkar ekki meðan
gróðabraskarar eru milliliðir þessara flokka manna. Fram-
leiðendur og neytendur þurfa að haldast í hendur. Með
samvinnufélagsskap verður það bezt tryggt, að íram-
leiðslan verði í samræmi við eftirspurnina. Ef samvinnu-
félagið hefir framleiðsluna í sínum höndum, veit það hve
mikið félagsmenn þurfa af vörunni og þar sem stað-
greiðsla er á vörunum, kemur engin ímynduð kaupgeta til
greina, til þess að villa sýn. Sparifé sitt nota kaupfélögin
síðan til nýrrar framleiðslu, sem þörf er á, og skapa þar
með atvinnu og nýja kaupgetu. Á þann hátt byggist upp
framleiðsla, sem byggð er á þekkingu og þörf, og þannig
þarf það að vera, ef vér eigum að komast hjá hinum
stöðugu fjárhagssveiflum og viðskiptaörðugleikum.
Verður gullið aftur tekið upp sem verðmælir?
Spurning þessi dettur mörgum í hug. Ilvað ætli Eng-
land geri? spyrja menn.
Þekkti enski hagfræðingurinn, John Maynard Key-
nes, hefir um nokkur ár haldið því fram, að sterlings-
pundið væri of hátt; að nauðsynlegt væn því að lækka
það, og lækka þar með verkalaunin og allan framleiðslu-
kostnað. Lækkun pundsins væri eini möguleikinn til þess
að England gæti orðið samkeppnisfært við gulllönd eins og
Frakkland og Bandaríkin. Með því að yfirgefa gullmvnt-
fótinn, er veldi Frakklands og Bandaríkjanna, sem sam-
anlagt hafa 60% af öllu gulli heimsins, lamað á verzlunar-
sviðinu, og beztu trompkortin, sem þau ætla sér að ráða
stjórnmálaspili stórveldanna með, slegin úr höndum
þeirra. Keynes kvað vera áhrifamikill maður í Englandi,
svo álit hans mun verða þungt á metunum.
Annar hagfræðingur, Sir Walter T. Layton, býst við,
að horfið muni verða til gullsins sem verðmælis, en að
lægra gullverð muni þá verða lagt til grundvallar.