Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 24
18
SAMVINNAN
bjarg. Inn undir Skorarhlíðum gengur dalur allmikill upp
í fjalllendið, og ósar víðir og- vaðlar fyrir dalnum, girtir
sandrifi að utan. Vestan við lón þessi er víðáttumesta
engjasléttan á Vestfjörðum, marflatt land, sumt flæði-
engjar, er frjóvgast þegar sjór flæðir inn í stórbrimum
á vetrum með háflæðum, en þurrt oftast á sumrum. Verð-
ur þar störin allt að því mittishá. Einnig eru þar hundruð
hektara af hærra landi, ágætu túnstæði. Ég hélt fund að
Bæ (Saurbæ). Bær er eitt þessara frægu, fornu höfuðbóla
og höfðingjasetra. Sá, sem býr í Bæ, verður noickurskon-
ar aðalsmaður byggðarinnar. Jörðin á allar beztu nytjar
sveitarinnar. Ósjálfrátt verður þeim, sem búa á smájörð-
unum, að líta upp til „heimabóndans“. En ekki hafa Bæ-
verjar ætíð þurft að láta jörðina hækka sig. Eggei't
Hannesson Bæjarbóndi var t. d. að ætt og atgervi einna
merkilegastur maður í landinu á sinni tíð. Hann þáði að-
alstign af konungi, og varð höfuðsmaður einn íslenzkra
manna.
Fyrir nokkrum árum voru urn 140 manna á Rauða-
sandi. Nú er þar fækkað um helming og góðar jarðir í
eyði. Sléttan er ágæt til nautgi'iparæktar, en illt um hag-
beit sauðfjár. Yfir sléttunni eru háir, ógengir hamrar og
vegur brattur, varla fær hestum, nema leiðin, sem við
komum. Eigi er heldur gott að fara sjóleiðis á Rauðasand
vegna brima og sjaldgæft að þar sé lendandi. Eina sam-
gönguleiðin er yfir fjallið, að Hvalskeri við Patreksfjörð.
En nú er svo landi farið þar við fjörðinn, að þar er grýtt-
ara og berara en annars staðar á Vestfjörðum, en á Eyr-
um er stærsta þorpið (á sjötta hundrað manna). Sagt er,
að svo þrengi ræktunarleysið og mjólkurleysið að á Eyr-
um, að margar fjölskyldur og mörg börn neyti aldrei
mjólkur nema niðursoðinnar. Verður nú auðséð, að veg-
ur frá Hvalskeri að Rauðasandi er lífsskilyrði bæði fyrir
þorpið og byggðina. Mjög létt má heita að leggja þar
bílveg, og snjólétt mjög á hálsinum. Myndi þá bíll flytja
mjólk og aðrar afurðir að Hvalskeri, en vélbátur yfir
fjörðinn. Myndi verða léttara líf fyrir 700 manns á Rauða-