Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 131
SAMVINNAN
125
I.
Jöfn skipting.
Langt aftur í fornöld virðist þessi barnalega eigna-
skipting hafa átt sér stað. Sagan segir oss, að hinir fornu
löggjafar, Minos, Lykurgos og Rómulus, hafi skipt lönd-
um milli ættanna í jafnstóra hluta handa hverri ætt, enda
þótt ekki væri jafnt á hvern mann. Ennfremur er sagt,
að þegar aldir liðu, og þessi jafna skipting tók að raskast,
sem eðlilegt var, þá hafi verið skipt upp aftur til þess að
fá jafna skiptingu á ný. Slíkt skipulag er hugsanlegt í
mjög smáum þjóðfélögum með fáum þegnum. þar sem
ekki er um nema eina tegund eigna að ræða, jörðina. En
í samskonar þjóðfélögum og vorum væri slíkt skipulag
hreinasta fjarstæða; þess vegna á það sér enga talsmenn
nú, ekki einu sinni meðal hinna róttækustu jafnaðar-
manna.
Samt sem áður hefir angi af þessari ’barnalegu hugs-
un fest rætur í flestum kenningum jafnaðarmanna, Allar
gera þær ráð fyrir, að nytsemdirnar í öllum menningar-
löndum sé meiri en nógar handa öllum, og þar sem fátækt
sé til, þá sé það því einu að kenna, að hinir sterkari hafi
lagt undir sig hlut hinna máttarminni. Það þyrfti því
ekki annað en að taka aftur það, sem hinir ríku hafa
lagt undir sig með óréttu, og það mætti gera með eignar-
námi, eins og hinir róttæku jafnaðarmenn halda fram,
eða þá með vaxandi tekjuskatti, eins og hægfara jafn-
aðarmenn vilja vera láta. — Þetta er að minnsta kosti
skoðun fjöldans.
En auðmenn eru fáir að tölu í öllum löndum. 1 sam-
bandi við auðmenn og fátæklinga hafa menn oft líkt þjóð-
félaginu við pýramída, þar sem toppurinn er auðmenn-
irnir, en grunnflöturinn fátæklingar1). Á því má Sjá, að
x) Ef vér viljum nofa þessa samlikingu um tekju- og eigna-
skiptingu í þjóðfélögum nútímans, þá verða hliðar þess pýra-