Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 108
102
S A M V I N N A N
in — til þess að fella þau enn meir í verði. Hins vegar er
tæpast um samkeppni að ræða í sambandi við þær athafn-
ir, sem framdai eru til þess að fullnægja nautnaþörf
nokkurra auðugra manna. I dæmi því, sem tekið var hér
að framan, er það verkamaðurinn og strætahreinsarinn,
sem fá að kenna á verkunum samkeppninnar, en ekki
listamaðurinn eða hnefaleikarinn. Síðar mun sýnt verða,
að nú á dögum getur það komið fyrir á öllum sviðum
þjóðfélagsins, að öll samkeppni hverfi að mestu eða jafn-
vel öllu leyti, og menn hirða tekjur, sem ekki eru afrakst-
ur neinnar vinnu. Áður héldu menn, að slíkt gæti ekki átt
sér stað nema í sambandi við jarðeignir.
Mikils væri um það vert, ef þessi samkeppni væri í
alla staði heiðarleg og hver maður flytti á markaðinn það
eitt, sem hann hefir sjálfur framleitt. Að vísu væri þeir
aumkunarverðir, sem lítið hefði að bjóða og lítið fengi í
aðra hönd. En við því væri ekkert að segja. Menn mundu
taka því með góðu, alveg eins og lélegum dráttum á hluta-
veltu. Þar dregur hver sinn drátt, og allt er undir heppn-
inni komið. Og almenningur tekur því með jafnaðargeði,
að einn vinnur, en annar tapar. Allir standa jafnt að vígi,
og enginn er ranglæti beittur.
En þeir menn, sem skipta með afurðir sínar eða vinnu
á markaðinum, eru ekki allir eins settir, aðstaðan er harla
ólík. Happið, góðu seðlarnir, geta aldrei hlotnazt öðrum
en þeim, sem geta lagt eitthvað inn í leikinn, þ. e. a. s.
þeim, sem eiga eignir, og möguleikinn til þess, að eignast
meira er í beinu hlutfalli við það, hve mikil eign er fyrir.
Aðstöðumunurinn er ekki lítill hjá óbreyttum verkamanni
annars vegar, sem ekkert hefir að bjóða nema starfs-
krafta sína, sem nóg er til af fyrir og því í lágu verði, og
iðjuhöldinum hins vegar með mörg þúsund hestafla vél-
ar sínar, eða auðkýfingnum með troðna sjóði sína, eða þá
jarðeigandanum með lönd sín, jarðnæði, sem enginn má
án vera. Auðmaðurinn á alltaf kost á að koma fé sínu
arðvænlega fyrir, fjármálamenn og stjórnendur eru allt-
af reiðubúnir að láta honum í té allar nauðsynlegar bend-