Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 55
SAMVINNAN
49
Urn bankastarfsemi fer eins og aðra verzlun, að
verkaskiptingin leiðir af sér sérgreiningu í starfinu.
Sumir bankar fást aðallega við ávöxtun fjár, aðrir aðal-
lega við það, að afla iðnfyrirtækjum nauðsynlegs rekstr-
arfjár. Samdráttarlögmálið gildir ekki síður í banka-
starfsemi en í vöruverzlun. Það er eðlilegt, að í starfsemi
bankanna komi fram sama þróun, sem leitt hefur til
stofnunar stórverzlananna. Þess má sjá glögg dæmi í
Frakklandi. Á síðasta mannsaldri hafa þar orðið til hluta-
fjárbankar, sem dreift hafá útibúum sínum út um endi-
langt Frakkland, og hafa þau reynzt skæðir keppinautar
þeim bönkum, sem fyrir voru, en þeir voru venjulega
einkafyrirtæki. Slíkt hið sama má finna í öðrum löndum,
sérstaklega í Þýzkalandi, þar sem sjö stórbankar ráða
yfir sextíu smærri bönkum eða útibúum. Hlutafé þessara
banka er yfir 2 miljarða franka.
Orsakirnar til þess, að þessi stórfyrirtæki bera sigur
úr býtum í samkeppninni, eru um það bil hinar sömu og
þær, sem vér höfum áður gert grein fyrir, þegar líkt
stendur á (sjá I. bindi, bls. 125 o. s. frv.). Þær eru helzt-
ar þessar: Álit og lánstraust stórra verzlunarfyrirtækja;
möguleikinn til verðlækkunar vegna fjölda verzlananna;
möguleikinn til að velja hæfustu menn til stjórnar fyrir-
tækjunum, með því að bjóða nógu há laun, en þaö geta
slík fyrirtæki staðið sig við með því að launa þeim mun
lægra aðra óæðri starfsmenn; þeir verða að láta sér nægja
vonina um að komast hærra. Þó verða menn í þessum
efnum eins og öðrum að varast að draga of almennar
álvktanir og hugsa þá sem svo, að smábankarnir og miðl-
ungsbankarnir hljóti að hverfa. Þeir hafa eftir sem áður
tangarhald á vissum flokki eignamanna, fyrst og fremst
iðnreköndum héraðsins, sem njóta meira lánstrausts
heima fyrir en út í frá; í öðru lagi peningamönnunum,
sem gjarna vilja hafa fé sitt svo að segja undir handar-
jaðrinum. 1 innanhéraðs-bönkunum fá þeir oft betri og
hollari ráðleggingar um það, hvernig þeim sé haganlegast
að ávaxta féð; og ef til vill er því óhættara þar fyrir
4