Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 105
S A M V I N N A N
99
fræðin hefir ekki meiri rétt til að spyrj a, hvort slík skipt-
ing sé réttlát, en hún hefir til þess að spyrja, hvort skipt-
ing sólskins og hita á yfirborði jarðar sé réttlát eða ekki.
Aftur eru aðrir hagfræðingar til, sem vilja ræða það,
hvort þetta sé réttlátt eða ekki. 0g þeir svara því játandi,
vegna þess aðhver maður takiviðjafnmikl-
um verðmætum og hann sjálfur leggur
f r a m.
Er það ekki lögmálið um framboð og eftirspurn,
spyrja þeir, sem viðheidur jafnvægi á milli þeirra verð-
mæta, sem seld eru og keypt? Og er þá ekki það lögmál
full trygging þess, að hver maður fái í sinn hlut verð-
mæti, sem samsvarar því, er hann lét af hendi ? Og er ekki
þetta jafnvægi verðmætanna einmitt hinn réttlátasti og
óhlutdrægasti mælikvarði, vegna þess að viðskiptin á
markaðnum eru frjáls og óþvinguð? Er það ekki réttlátt
og gagnlegt þjóðfélaginu, að þær nytsemdir, sem mest
eru eftirsóttar og fylla brýnustu þarfirnar, séu keyptar
hæstu verði ? Eða þá þær, sem sjaldsénastar eru og mjög
lítið er til af ? Og hlýtur ekki það að vera réttlæti í eigna-
skiptingu, sem er réttlæti í viðskiptum? Vér getum ekki
metið gildi vinnunnar eftir öðru en því verði, sem þjóð-
félagið vill greiða fyrir hana. Og ef almenningur vill greiða
hátt verð fyrir mína framleiðslu, en lágt verð fyrir þína,
þá hlýtur það að stafa af því, að þau not, sem þjóðfélagið
hefir af minni framleiðslu, eru meiri en þau not, sem það
hefir af þinni. Og verðið er grundvallað á mati, sem
sýnir þetta. En hér er erfitt um að dæma, segja menn.
En hver ætti að vera hæfari til þess en neytandi vörunn-
ar?1).
Annars ræður samkeppnin nokkru hér um og dreg-
ur úr ranglæti, sem kynni að eiga sér stað í þessum við-
1) í þessu sambandi mætti minna á það, sem sönsrmær
nokkur svaraði Katrínu drottningu. Drottningin átaldi hana fyr
ir það, að hún bað um launahækkun, og sagði, að hún vildi fá
hærri laun en marskálkur. „Nú jæja — látið marskálkana þá
syngja fyrir yður“.
7'