Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 130
124
SAMVINNAN
ingunni ráða. Þeir vilja jafnframt umskapa all t fram-
leiðslu- og viðskiptakerfið í heild sinni. F o u r i e r hugsar
meira um það að finna betri ráð til þess að auka eign-
irnar en hitt, að skipta þeim öðruvísi en nú gerist. K a r 1
M a r x lítur svo á, að eignaskipting liðins tíma og nútím-
ans sé ekki annað en óhjákvæmileg afleiðing af skipulagi
framleiðslunnar. En samt sem áður á það bezt heima í
sambandi við kenningarnar um eignaskiptinguna, að
rannsaka kenningar jafnaðarmanna, af því að þær eiga
allar fyrstu rót sína að rekja til hinnar eiiífu baráttu milli
auðmanna og fátæklinga. Viðfangsefni þeirra alira er
fyrst og fremst sú ráðgáta, hvernig haganlegast og rétt-
látast sé að skipta eignum milli manna1).
Ilér á eftir munum vér reyna að draga fram helztu
sérkenni á aðalstefnum jafnaðarmennskunnar og setja
þær í samband við þær fjórar tegundir eignaskiptingar,
sem hugsanlegar eru:
1. handa hverjum jafnt;
2. handa hverjum í hlutfalli við þarfir hans;
3. handa hverjum í hlutfalli við verðskuldun hans;
4. handa hverjum í hlutfaili við vinnu hans.
*) Anton Menger hefir bent á það í hinu ágæta riti
sínu, Das Recht auf den vollen A r b e i t se r t r a g, að
gagnrýni jafnaðarmanna á núverandi þjóðskipulagi st'efni öll i
þá átt, að krefjast djúptælcra breytinga á gildandi eignarrétt-
indum. þeir halda því fram, að núverandi eignarréttindi grund-
vallist alls ekki á réttlátri og hagfræðilegri eignaskiptingu,
heldur sé þau leifar af fornri valdahefð og venju. Umbótatillög-
ur þeirra stefna að nokkru leyti að því, að tryggja verkamann-
inum allan afrakstur vinnunnar, og að nokkru leyti að því, að
hagnýta þær nytsemdir, sem fyrir hendi eru, til þess að full-
nægja þörfum ailra einstaklinga. Hið fyrra, að tryggja verka-
manninum a 11 a n a f r a k s t u r vinnunnar, myndi gera
að engu allar tekjur án vinnu, svo sem landskuld og vexti af
fé, og þar með væri eignarréttur einstaklings úr sögunni í raun
og veru. Hið síðara aftur á móti, aðtryggja öllum til-
v e r u r é 11, getur vel samrýmzt eignarrétti einstaklinga, svo
framarlega sem kröfumar eru ekki allt of róttækar og ná ekki
lengra en til almennra lifsþarfa.