Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 132
126
SAMVINNAN
þótt eignum auðkýfinganna væri jafnað niður á alla
þegna þjóðfélagsins, yrði hver einstaklingur mjög litlu
ríkari. Ef hægt væri að höggva niður fjallið Mont Blanc
og dreifa því jafnt yfir allt Frakkland, myndi yfirborð
landsins ekki hækka nema um hálfan metra1).
Samanlagðar eignir í landi svo sem Frakklandi er
ekki hægt að meta meira en á 250 miljarða franka. Og
sé þeirri tölu deilt með íbúatölunni, kemur nálægt 6400 -
frankar í hlut2). Ef gert væri ráð fyrir, að öllum eignum
Frakklands væri skipt jafnt niður milli allra frakkneskra
manna og gert væri ráð fyrir fjórum mönnum í heimili,
myndi hvert heimili fá í sinn hlut nálægt 26000 franka,
mída svcigöar inn og toppurinn eins og turnspíra. Sjá t. d. rit
Juliusar Wolfs prófessors: System der S o z i a 1-
p o 1 i t i k eða C o u r s d’E c o n o m i e p o 1 i t i q u e eftir V i 1-
fredo Pareto’s prófessor. það rit er mjög auðugt að dæmum
og skýrslum.
x) Alkunn er smásaga ein um Rothschild í Frankfurt, þeg-
ar bófar nokkrir réðust á hann í byltingunni 1848 og heimtuðu
af honum, að eignum hans yrði skipt upp. Hann reiknaði þá á
svipstundu, að hlutur þeirra yrði 3 dalir á mann og horgaði
þeim þá samstundis. Með það urðu þeir að sneypast á burt.
2) Eftir útreilcningi þjóðverja nokkurs (A. Steinmann-
Bucher) ætti þjóðarauður Frakklands að nema 280—310 mili
arða franka. Sami höfundur telur þjóðarauð þýzkalands 400—
450 miljarða franka og Stóra-Bretlands 320—375 miljarða franka.
Eftir þessurn reikningi ætti að koma í hlut hvers íbúa: í Frakk-
landi 7180—8000 frankar, í þýzkalandi 6350—7140 frankar, og í
Stóra-Bretlandi 7270—8500 fránkar.
þjóðarauður Bandaríkjanna var í opinberri skýrslu árið
1904 metinn 107 miljarðar dollara (= 554 miija.rðar franka);
það er 6750 frankar á mann. þess er þó að gæta, að þessi upp-
hæð hefir ekki sama gildi í Ameríku og Evrópu.
þjóðarauður Svía var metinn af I. F 1 o d sf r ö m árið 1908
nálægt 14 miljarðar króna (= 20 miljarðar franka). Á hvern
íbúa hefði þá átt að koma 2560 krónur eða 3530 frankar. — í
Finnlandi eru ekki til slíkir reikningar um þjóðarauðinn, en
eftir því, sem O. A u t e r e hélt fram 1909, áttu einkaeignir
í Finnlandi þá að hafa numið 5103 miljónum finnskra marka
(sem jafngilda franka) eða nálægt 1800 mörk á hvern íbúa.