Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 109
SAMVINNAN
103
ingar. Slíkt verður ekki sagt um smákaupmenn og því
síður um daglaunamenn.
Það er því augljóst, að misskipting teknanna fer
eftir því, hve misjafnlega er í lagt. Skipting teknanna er
fyrirfram ákveðin af því, að land og framleiðslufé er í
höndum einstakra manna. Það er ekki nóg að fullyrða og
sýna fram á, að hver fái sinn skerf í réttu hlutfalli við
framlag sitt. Hins verður líka að spyrja, hvaðan kom hon-
um það, sem hann lagði fram í fyrstu? Hvers vegna eru
sumir svo vel að heiman búnir, að þeir geta átt vissan
bróðurpartinn jafnskjótt og þeir láta sjá sig á markaðn-
um, eða jafnvel undir eins og þeir fæðast í þennan heim?
Hvaðan fá þeir það veganesti? Er það þeirra eiginn
tilverknaði að þakka? Er það lögum samkvæmt? Er það
ofbeldi? — Þessum spurningum munum vér reyna að
svara hér á eftir.
Þess ber vel að gæta, að þótt þetta skipulag stjórni
sér sjálft, þá er það ekki til orðið af sjálfu sér. Ef það
stjórnar sér sjálft, þá er það vegna þess, að vélakerfi
þess er nú fullsmíðað og saman sett. En á meðan verið
var að koma því af stað, þ. e. a. s. að grundvalla eignar-
rétt einstaklingsins með öllu því, er honum fylgir, þá
þurfti til þess vald konunga, aðals og þjóðþinga, land-
vinningar og ríkjarán, hundrað stjórnarbyltingar, þús-
undir lagafyrirmæla. Og sannast að segja er þessu sköp-
unarstarfi haldið áfram enn. Og það er vandséð, hvað
gamalt er og hvað nýtt í skipulagi því, sem vér eigum nú
við að búa. Og sömuleiðis er vandséð, hvað muni haldast
og hvað týnast.