Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 85
S A M V I N N A N
79
VIII.
Víxilgengi.
Bankar þeir, sem viðskipti hafa við önnur lönd, eiga
venjulega mikið af víxlum, sem greiðast eiga í öllum álf-
um til og frá. Þessir víxlar eru margra miljarða virði og
með þá er verzlað afar mikið: Þeir eru nefndir utlendir
víxlar, eða Lundúna-víxlar, New-York-víxlar o. s. frv.,
eftir þeim stöðum, þar sem þeir eiga að borgast.
Bankar þeir eða bankaeigendur, sem hafa þessa
vixla í höndum og verzla með þá, eru auðvitað ekki ann-
að en milliliðir. Og þá liggur nærri að spyrja, af hverjum
þeir kaupa þessa vöru og hverjum þeir selji hana.
Af hverjum kaupa þeir víxlana? Af þeim, sem
hleypa þeim af stokkunum, þ. e. a. s. af öllum þeim,
sem af einni eða annarri ástæðu eiga innieignir í útlönd-
um, t. d. kaupmönnum, sem selt hafa vörur sínar til út-
landa og vegna þeirrar sölu fengið víxla á viðskiptamenn
sína í Lundúnum eða New-York. Ef einhver þessara
kaupmanna þarf nú á peningum að halda áður en víxill
hans fellur í gjalddaga, eða honum þykir það erfiðleikum
bundið að senda hann til útlanda til þess að heimta inni-
eign sína, þá fer hann með víxilinn í banka, sem kaupir
hann af honum, eða forvaxtar hann sem kallað er.
Og hverjum selja bankarnir þessa víxla? Þeim, sem
á þeim þurfa að halda, og þeir eru margir. Allir þeir,
sem viðskipti hafa við útlönd, sækjast mjög eitir þeim.
Það gera t. d. kaupmenn, sem keypt hafa vörur frá út-
löndum. Ef þeir geta ekki fengið útlenda seljendur til
þess að taka við víxlum, þá eru þeir neyddir til að senda
kaupverðið í málmpeningum til heimalands seljandans.
Og það er óhagkvæmt og jafnvel ógerlegt stundum, því
að það getur komið fyrir, að ekkert gull sé til í landinu,
heldur aðeins silfur eða pappírsmynt. En ef þeir geta
náð í víxla, sem gjaldast eiga á þeim stað, sem seljandinn
býr, þá er þeim það bæði hægara og ódýrara að greiða