Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 143
SAMVINNAN
137
Englandi, einum hinum mesta samvinnubæ heimsins, 80.
des. 1840. Wolff hefir nú um nokkur ár verið forseti Al-
þj óðasambandsins, og hefir hann jafnan tekið mikinn þátt
í samvinnumálum, bæði í Englandi og frlandi, og nú upp
á síðkastið í alþjóðamálum samvinnumanna. Um þjóðmál
og bankamál hefir hann og allmikið skrifað. Gat hann
unnið að áhugamálum sínum með hinum mesta dugnaði
þar til nokkrum vikum fyrir andlátið, þrátt fyrir þennan
háa aldur.
Geymsluhús,
mjög myndarlegt, hefir Samband íslenzkra samvinnu-
félaga látið reisa við hafnarbakkann í Eeykjavík í sumar.
Er það byggt úr járnbentri steinsteypu, þrílyft með
kjallara og 20X25 metrar að stærð.
Hús þetta er mjög vandað og með öllum nýtízku út-
búnaði. Þrjár lyftur eru í því. Inn í eina þeirra, þá
stærstu, sem getur tekið 2500 kg., má aka hafnarvögnun-
um, sem notaðir eru við uppskipunina, og taka þá með
vörunum á upp á hvaða hæð hússins, sem er. Þetta er
mjög mikill vinnusparnaður, að þurfa ekki að taka vör-
urnar af vögnunum og láta inn í lyftuna og síðar aftur
úr lyftunni á vagna, sem annars þyrfti að gera, ef vagn-
arnir kæmust ekki inn. Fyrir innan dyrnar, sem bílarnir
koma inn í er rafmagnslyfta, svo hægt er að taka vör-
urnar beint af bílunum með lyftunni upp á öll loftin.
Þá er einnig sekkjarenna í húsinu, sem liggur frá
efstu hæð niður á þá neðstu. Er hún í mörgum krókum,
til þess að takmarka ferðina á pokunum, sem látnir eru
í rennuna, og af þunga sínum renna niður. Við enda renn-
unnar, er hægt að hafa vagn, sem pokarnir eru strax !átn-
ir á og er að þessu mikill vinnusparnaður og þægindi.
Fóðurblöndunarvélar eru einnig í húsinu, sem rekn-
ar eru með rafmagni, eins og lyfturnar og spilið. Blönd-
unarvél þessi getur blandað 3500—4000 kg. á klukku-
stund.
Húsið er yfirleitt hið prýðilegasta í alla staði, enda