Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 26
20
S A M V I N N A N
eru engir byggðir dalir. Þar er ekkert þorp. Hlíðarnar eru
berar og gróðurlitlar, eins og við Patreksfjörð, en á nokkr-
um stöðum eru undirlendisræmur og- eyrar að firðinum.
Þar standa bæirnir, sums staðar margir saman. Mest er
byggðin við Sveinseyri, norðan fjarðar. Sveinseyri nær
nærri þvert yfir fjörðinn. Aðeins mjór áll (5 mínútna róð-
ur) er með suðurströndinni. Eyrin er öll úr ljósbleikum,
fínum skeljasandi, sem fýkur undan fæti manns, eins og
fínt sag. Skeljasandurinn hefir víða uimið stórvirki sunn-
an til á Vestfjörðum. Undirlag allrar sléttunnar á Rauða-
sandi er skeljasandur. í öllum víltum og vogum sunnan
við Patreksfjörð er skeljasandur. Sums staðar hefir hann
fokið hátt upp í fjöll, fyllt upp á milli steinanna i urðum,
og er skrítið að sjá af sjó ljósar spildur innan um dökk-
leitt blágrýtið.
Þó eigi sé þorp við Tálknafjörð, stunda allir bændur
þar fiskiveiðar. Hvalveiðastöð var við fjörðinn um skeið.
Hvarf þaðan fiskur allur innfjarða þá um hríð, en sjór-
inn svo eitraður, að oft drápust þar kindur í fjörum af
ólyfjan, sem við þarann loddi.
Bændur við Tálknafjörð hafa myndað með sér kaup-
félag. Er vöruuppsátur þeirra á Sveinseyri. Er eigi önnur
verzlun við fjörðinn, en einstöku bændur far£ á snekkj-
um sínum til Vatneyrarverzlunar. Annars er þetta litla,
örugga kaupfélag einrátt um verzlunina.
Ég hélt fund á Sveinseyri. En svo vildi til, að hús
brást til fundarhalds á Vatneyri þann dag, sem lofað var,
og varð ég að færa fundinn þar aftur fyrir Sveinseyrar-
fundinn. Þetta kostaði mig þrjár ferðir yfir fjallið og
þrjár yfir Tálknafjörð. — Báðir fundirnir voru mjög vel
sóttir.
VII.
Snemma morguns í sunnanregni og þeyvindi fór ég
frá Eyrum yfir að Tálknafirði og þaðan yfir fjöllin til
Arnarfjarðar. Er þar breið leið á fjöllum uppi og vel varð-
að. Þennan dag var ég í margviðri. Niður við firðina alla