Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 62
56
S A M V I N N A N
og útgefanda verður að vera ábekingur (indossant
eða endossent), og er það venjulega banid. Top þau,
sem Frakklandsbanki hefir orðið fyrir vegna vanskila á
víxlum eru tæpar 5 miljónir franka á 13 miljörðum að
meðaltali; það samsvarar 26 sentímum á hverja 1000
franka.
Sarnt er ekki því að neita, að bankinn á alltaf nokkuð
á hættu. Ef innstæðueigendur kærni sér saman um að
koma allir sama dag og heimta innstæður sínar, myndi
bankinn alls ekki geta annað slíkurn greiðslum, af því að
peningarnir myndi vera í umferð. Að vísu koma þeir inn
aftur; en sá munur er á því fé, sem bankinn hefir tekið
við sem innlánum, og aftur hinu, sem hann hefir lánað út
með forvöxtum, að innstæðueigendur geta heimtað hið
fyrra fyrirvaralaust, en bankinn getur ekki heimtað út-
lánsfé sitt fyrr en eftir vissan tíma liðinn. En þessi mun-
ur á innlánsfé bankans og útlánsfé hans getui orðið hon-
um að falli.
En er þessi hætta þá svo mikil, að hún gefi ástæðu til
að banna bönkunum að nota og hafa í umferð fé það, sem
þeim er trúað fyrir til geymslu? Ætti ef til vill að neyða
þá t.il að geyma féð ónotað, eins og gömlu bankarnir í
Feneyjum gerðu? Nei; slík varkámi myndi verða öllum
til tjóns.
1. Fyrst og fremst myndi innstæðueigendur sjálfir
tapa á því. 1 stað þess að greiða þeim vexti af innstæð-
unni, myndi bankinn auðvitað heimta af þeim þóknun
fyrir geymsluna, ef hann ætti að geyma peningana ónot-
aða í kjallara sínum. Það er því meiri hagur fyrir inn-
stæðueigendur að eiga á hættu að þurfa að bíða nokkra
daga eftir fénu heldur en að neyðast til að geyma fé sitt
sjálfur ónotað eða borga fyrir geymslu þess.
2. Þjóðfélagið allt myndi tapa á því. Hlutverk bank-
anna í þjóðfélaginu er einmitt það, að safna saman fé bví,
sem liggur ónotað á víð og dreif og gera það nothæft til
framleiðslu. En slíkt starf væri bönkunum með öllu ó-