Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 73
SAMVINNAN
67
þessu? Engan; því að til þess að fá forvaxtaðan víxil í
Frakklandsbanka þarf þrjú nöfn. Verzlunarmenn ne.y ðast
því til að notfæra sér milligöngu annarra banka. En þeir
bankar taka 4—5% í forvexti, en síðan forvaxta þeir
víxlana aftur í Frakklandsbanka fyrir 3%, og þeim mis-
mun stinga þeir í sinn vaxa.
En þessar ástæður teljum vér ekki vel rökstuddar.
Dæmið um Frakklandsbanka sýnir einmitt berlega, hversu
rangt það er að álykta, að einkaréttur til útgáfu banka-
seðla hindri samkeppni í forvöxtun. Reyndin er sú,
að Frakklandsbanki græðir mjög lítið á einkaréttinum.
Hann forvaxtar miklu minna en aðrir bankar. Hann
hjálpar þeim stórkostlega með því að losa þá við þá
kvöð, að geyma málmforða, svo að þeir geta safnað
seljanlegum víxlum í stað þess að liggja með fé, sem ekki
er nothæft í viðskiptum. Og þegar þeir þarfnast peninga,
geta þeir forvaxtað víxla sína í Frakklandsbanka. Hann
er því einskonar banki bankanna. Og til þess að geta
innt þetta hlutverk af hendi, að vera eins konar varasjóð-
ur allra annarra banka landsins, verður hann alltaf að eiga
mjög mikið í sjóði af handbæru fé. En þetta veitir hon-
um ekki svigrúm til seðlaútgáfu í stórum stíl og ekki
tækifæri til þess að afla mikils gTÓða, allra sízt þegai
þess er gætt, að ríkið leggur á hann margar kvaðir og
þungar til endurgjalds fyrir forréttindin. Annars þykir
það ekki eftirsóknarvert í öðrum löndum að fá i'éttindi
til seðlaútgáfu. Það sést bezt á því, að í Englandi og
Þýzkalandi er fjöldi banka, sem haft hefir þau réttindi,
en afsalaði sér þeim af sjálfsdáðum.
Af þessum athugunum getum vér dregið þá ályktun,
að bezta lausn málsins sé sú, að veita einstökum banka
— einkabanka undir umsjá ríkisins — einkarétt til seðla-
útgáfu. Þetta er framkvæmt með skipulagi Frakklands-
banka, og í heila öld hefir hann staðizt þessa raun og þol-
að marga kreppu, bæði í stjórnmálum og fjármálum.
Hvort sem menn aðhyllast einkaréttarskipulag eða
frjálsa samkeppni, verða menn að gera sér grein fyrir
5*