Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 149
SAMVINNAN
143
Afleiðingar af kreppunni í Englandi
verða vitanlega ekki upptaldar í fáum línum, og hér
mun aðeins lauslega minnzt á lítið eitt af þeim. Eins og
öllum þeim, sem fylgzt hafa með fjármálakreppunni þess-
ar síðustu vikur, er kunnugt, upphófu Englendingar gull-
innlausnarskyldu bankans þann 21. september. Sterlings-
pundið var þá nokkurn tíma búið að vera undir neðri
gullpunktinum og mikið af gulli var þá búið að flytja úr
landi eða um 40 milj. punda. Síðan gullinnlausnin var upp-
hafin, hefir pundið verið 20—25% lægra en það var áður.
Enskar vörur, sem fyrir þann 21. sept. voru £ 100 að
verðmæti eða 1820 kr. á heimsmarkaðinum, kosta eftir
þann dag ekki nema 1350 kr. Ætlunin með lækkun punds-
ins var að auka útflutninginn á enskum vörum, er hafa
haft hátt verð og þess vegna ekki getað keppt við t. d.
þýzkar vörur, sem hafa verið miklu ódýrari. Þetta hefir
tekizt. En innflutningurinn hefir minnkað, svo lækkun
sterlingspundsins hefir verkað í áttina að minnsta kosti
til þess að verða að tilætluðum notum, eða til þess að
gera viðskiptajöfnuðinn hagstæðari. Fórn þessi fyrir land-
ið kemur vitanlega harðast niður á launamönnum. Allar
innfluttar vörur stíga í verði og þá um leið innlenda varan
líka, en kaupmáttur pundsins er aðeins a/4 hlutar af því,
sem hann var áður, svo kaup þau, sem launamenn geta
gert, hljóta þá að minnka um V4 hluta. Innflutningurinn
hlýtur því að minnka hér um bil hlutfallslega við fall
pundsins. Svo sigla tollar og innflutningsbönn í kjölfarið
og gera innflutning til Englands lítt mögulegan. Fyrir
Englendinga er það auðvitað lífsskilyrði, að sem minnst
af fé sé notað til þess að kaupa erlendar vörur, svo að
geta fólks að kaupa innlendar vörur minnki ekki til muna
eða ekki að sama skapi, sem kaupmáttur pundsins hefir
minnkað. Þetta gildir vitanlega ekki aðeins um England,
heldur öll lönd, þar sem eins eða líkt er ástatt um breyt-
ingu gengisins.
Þessar ráðstafanir Englendinga koma verst niður á
þeim, sem byggt hafa framleiðslu sína mestmegnis á inn-