Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 14
8
SAMVINNAN
að henni. Rochdalefélagið fékk eitt þann ágóða, sem varð
af heildsölunni. Hin félögin voru óánægð, og heildsalan
hætti, sökum þess að hún var ekki byggð á eiginlegum
samvinnugrundvelli.
1863 stofnuðu kaupfélögin í sameiningu heildsölu,
The Cooperative Wholsale Society (C. W. S.), sem byggt
var á sama grundvelli og kaupfélögin sjálf, þannig, að
félögin lögðu sjálf fram stofnféð. Öll félögin fengu sama
ákvæðisrétt um rekstur heildsölunnar, og tekjuafgang-
urinn skiptist á milli félaganna í hlutfalli við gerð kaup.
En mest var þó lagt í sjóði til eflingar heildsölunni.
Heildsalan varð þannig kaupfélag kaupfélaganna, og hefiv
orðið fyrirmynd annara kaupfélagssambanda.
Þegar eftir fyrsta starfsár sambandsins voru 848 fé-
lög gengin í það, og var vöruvelta þess 51,8 þúsund
sterlingspunda. Sex árum eftir stofnunina flutti sam-
bandið aðalaðsetur sitt í götu þá í Manchester, þar sem
það síðan hefir verið, og hefir við götu þessa risið hver
samvinnubyggingin af annari, og er það nú sannkölluð
samvinnugata.
Nú hefir sambandið útibú í flestum stærstu borgum
landsins, í mörgum löndum Evrópu, og í Ameríku, Asíu
og Afríku. f Englandi á sambandið fjölda stórbýla, sem
það keypti, þegar skortur varð á landbúnaðarafurðum á
stríðsárunum. Fyrir nokkrum árum keypti það mikið
land við Manchesterskurðinn fyrir 1 miljón króna, til þess
að gera þar skipakví og byggja geymsluhús. Auk þessa
á sambandið afannikið land í Indlandi og á Ceylon, þar
sem það ræktar te í stórum stíl. Til vöruflutninga á það
stóran skipaflota.
Á framleiðslu byrjaði sambandið 1874 og stofnaði þá
kexverksmiðju. En nú hefir það 112 mylnur og verksmiðj-
ur, sem mala mjöl, gera smjörlíki, sápu, skó, föt, hjól-
hesta, húsgögn, hljóðfæri og allt mögulegt, sem fólk spyr
eftir og þarfnast. Þessar verksmiðjur eru heldur engin
smásmíði. Fatnaðarverksmiðja sambandsins gat t. d. á
stríðsárunum saumað 10.000 hermannafatnaði á dag til