Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 71
SAMVINNAN
65
ur að telja lánsstarfsemi alla og það, sem henni fylgir.
Þessar ástæður hafa menn viljað tilnefna:
1. Ríkisbanki verður að miða meira við stjórnarfars-
legar ástæður en fjárhagslegar. Hann má aldrei neita að
forvaxta víxla stjórnarinnar eða mikilsmegandi stuðnings-
manna hennar; en hins vegar verður hann oft að neita að
kaupa víxla andstæðinganna.
2. Hann má ekki neita ríkinu sjálfu um lán. Þar af
leiðir, að hann verður á valdi þess og hlýtur að leiðast út
í óskynsamlega seðlaútgáfu, sem endar með verðfalli
seðlanna.
3. Hann verður alltaf að vera skyldur til að veita lág-
stéttunum lánstraust, styðja og styrkja fátæklingana og
vinna að aukinni samábyrgð1).
4. Ef ríkið biði lægra hlut í stríði, mundi sigurvegar-
inn ekki hlífa ríkisbankanum, heldur taka hann að her-
fangi, enda þótt slíkt hafi ekki tíðkazt um einkabanka.
5. Ef ríkið og bankinn eru eitt, hefir lánstraust rík-
isins engan hag af lánstrausti bankans. En á krepputím-
um myndi fara svo, að bankinn tæki við skellinum. Á
stríðstímunum 1870—71 féll ' gengi franskra ríkis-
skuldabréfa, þeirra er greiddu 3 af hundraði í vexti, úr
75 fr. niður í 50 fr., þ. e. a. s. þau féllu um þriðjung. En
100 fr. bankaseðlar féllu um aðeins 50 sentímur, og það
var svo lítið, að almenningur gætti þess ekki. Ef Frakk-
landsbanki hefði verið ríkisbanki, myndi seðlarnir vissu-
lega hafa fallið jafnmikið og ríkisskuldabréfin.
6. Að síðustu má benda á það, að ríkið nær hvorki
þeim hagnaði né því valdi á fjármálasviðinu, sem til er
ætlazt. Það er mjög líklegt, að kaupmenn skirrist við að
skipta við ríkisbanka og að þeir, ef þörf kröfiu, komist
á lag með að bjarga sér án bankaseðla. Dæmin hafa sýnt
*) þannig fór t. d., þegar ríkið krafðist þess af Frakklands-
banka, að hann lánaði 100 miljónir vaxtalaust til stuðnings
þeim mönnum, sem harðast urðu úti í Signuflóðinu milda í
janúar 1910. Og þó er Frakklandsbanki ekki raunverulegur rik-
isbanki.
5