Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 102
96
SAMVINNAN
irnar. Hún heldur öllum, háum jafnt sem lágum, í stöð-
ugri eftirvæntingu þess að hækka í mannfélagsstiganum.
Hún veitir einstaklingsframtakinu líf og kraft með því
að safna stórkostlegum auðæfum í hendur þess, sem djarf-
astur er og duglegastur. Hún leiðir af sér nytsamlega um-
breytingu í starfi manna, vegna þeirra ótæmandi þarfa
og óteljandi úrræða, sem hún skapar.
En það er langt frá því, að þessi bjartsýna skoðun
sé staðfest af reynslunni.
1 fyrsta lagi er misskipting eignanna ekki eðlilegt
náttúrufyrirbrigði, heldur er hún tilbúin af manna völd-
um. Og hún er ekki svo mjög háð heppni og óheppni,
heldur miklu fremur fyrirsjáanlegum afleiðingum af vissu
þjóðskipulagi, vissu fjárhagslegu skipulagi, svo sem eign-
arrétti og erfðarétti, sem skapað er af mönnum eða stétt-
um, sem hafa hag af því.
Ef hægt væri með einhverjum ósýnilegum orkumæli að
meta mismun vitsmuna og siðferðis meðal manna, myndi
útkoman sennilega verða sú, að sá mismunur fellur sjaldan
saman við misskiptingu eignanna. Auðvitað geta auðæfi
oft verið árangur sérstakra hæfileika, svo sem framtaks-
semi, dirfsku, þrautseigju, í fám orðum sagt allra þeirra
eiginleilía, sem skapa sigurvegarann og gera heppnina, til-
viljunina að verkfæri í höndum mannsins. En oftast mis-
tekst öllum að handsama happið nema þeim, sem eru með-
sköpuð skilyrði til þess að komast áfram í heiminum. Það
er staðreynd, hversu hláleg, sem hún kann að virðast, að
efnin fara alls ekki eftir dyggðum manna og tilverknaði.
Því síður eru þau í réttu hlutfalli við vinnu þá, sem menn
inna af hendi. Þvert á móti virðist það rétt, sem Stuart
Mill sagði, að launin minnka hlutfallslega við það, sem
vinnan verður erfiðari, þangað til því stigi er náð, að
versta þrælavinna hrekkur ekki til að fullnægja brýnustu
lífsþörfum.
Til þess að misskipting eignanna örvi framleiðsluna
að verulegu ráði, þarf misskiptingin að standa í beinu
hlutfalli við nytsemdir þær, sem framleiddar eru, og þau