Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 101
SAMVINNAN
95
til vill enn verra: Því fátækari sem nienn eru, því hærri
skatt verða þeir að greiða löstum og afbrotum. Hag-
skýrslur sýna það, sem fyrirfram er vitanlegt, að afbrot
eru miklu tíðari meðal fátæku stéttanna en þeirra, sem
eru velmegandi. Nútíðarvísindi hafa líka sýnt og sannað,
hvílíkur hleypidómur það er, að fátækt haldist í hendur
við heilsu og dyggðir. Ekki er nú svo vel, að fátækling-
arnir geti huggað sig við þá kenningu framar.
Til þess að skýra eða réttlæta þessa afskaplegu mis-
skiptingu, sem á sér stað, hafa menn haldið því fram, að
hún sé óhjákvæmileg og að sumu leyti til góðs. Óhjá-
kvæmileg vegna þess, að hún sé afleiðing af annarri mis-
skiptingu, menn sé mishraustir, misvel gefnir, og mis-
jafnir að siðferði. Þar um ráði náttúran mestu, og efna-
leg misskipting sé aukaatriði og afleiðing þess. Til góðs
sé hún að því leyti, að á meðan þjóðfélögin eru tiltölu-
lega fátæk, þá verði því ekki neitað, að misskipting eign-
anna hvetji til aukinnar framleiðslu, ennþá meira en þarf-
sem stafar af fótækt, og hinni, sem leiðir af sjúkdómum og
sálarstríði. Hvað er öll heimsins fátækt í samanhurði við nauðir
þær, sein stafa af vanheilsu og ólæknandi sjúkdómum, svo sem
holdsveiki og tæringu? Og hvað er fátæktin samanborin við
sálarstríð andlega volaðra? Vissulega er fátæktin böl, en hverj-
um hugsandi manni hlýtur að vera ljóst, að það böl er léttvægt
og meinlausast af öllu hölvi, sem á siðuðum þjóðum hvílir“. —
þessi merki hagfræðingur gleymir því, að fátæktin er í sjálfu
sér orsök að „sálarstríði andlega volaðra" og engu síður mjög
oft helzta orsök holdsveiki og tæringar. Örlaganornin hefir ekki
látið fátæktina vegast á við aðra ógæfu, sem að mönnum steðj-
ar, heldur hefir hún lagt fátæktina í sömu vogarskálina og alla
aðra ógæfu. í fátækrahverfunum í París eru tíu sinnum fleiri
tæringarveikir en í auðmannahverfinu Champs Élysées.
Samkvæmt hagskýrslum frá París 1912 er árleg dánartala í
Cliamps Élysées 9 af 1000, en í fátækrahverfinu Saltpétriére 34 af
1000. í Lundúnum er munurinn ennþá meiri. Eftir heilbrigðis-
skýrslum að dæma er dánartala þar meðal efnamanna ll,3°/oo
og 50°/oo í fátækrahverfum, sem verst eru sett. Eftir þessu að
dæma er fátæklingi fjórum til fimm sinnum hættara við að
deyja en auðugum manni.