Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 35
S A M V I N N A N
29
af velsæld sinni og framtaki um allan fjörðinn, og þótta
íslendingar lítilþægir um álögur.
En hvalinn þraut og þolinmæði íslendinga að leyfa
hvaladrápið. Norðmenn hurfu heim til sín, en innlendir
braskarar settust í hreiðrið, keyptu alla eignina, endur-
reistu bryggjur og byggðu þar stóra síldarverksmiðju,
þetta var „miljónafélag“ og átti að ausa upp miljónum í
fiski og síld.
En dýrðin sú stóð ekki lengi. Félagið valt. Bankamir
eignuðust allt. Engu að síður beittu þessir eyrardrottnar
hinni mestu harðýðgi við alla, er atvinnu vildu stunda
fram hjá þeim. Bryggjugjöld, lóðargjöld og hagagjöld
voru há, og ef einhver vildi jörð yrkja var krafizt helm-
ings eða þriðjungs afrakstrar.
Flateyrarþorpið er í fyrstu risið upp undir þessum
skilyrðum, atvinnu við stórfyrirtæki, sem eitt af öðru
hafa fallið í rústir.
Ég bjóst við að hitta á Flateyri volaðan lýð, brjóstmylk-
inga þessara auðdrottna, ráðalausa, er þeim var nú svift
af brjósti, ónýta að bjarga sér sjálfir.
En það var nú öðru nær. Rösklegir menn, ákveðnir
og skarpir, voru með á sumardaginn fyrsta. Á Flateyri
hefir risið upp á síðustu árum mikill, sjálfstæður vélbáta-
útvegur. Formenn og hásetar eiga oft þessa stóru báta í
félagi. Mjög mikill fiskur berst þar á land. Bændur við
fjörðinn hafa stofnað kaupfélag. Þetta sama félag verzl-
ar með fiskinn fyrir sjómennina. — Framsýnir menn í
þorpinu kviðu mest, ef Sólbakkastórveldi risi upp aftur
og tæki fólkið á arma sína frá sjálfstæðri atvinnu.
XII.
Laugardaginn fyrstan í sumri skipti um veður. Ég
vaknaði snemma. Það getur varla dýrðlegri sjón en al-
hvíta jöið. Sólskinið seildist tind af tindi á suðurbrúnum
og þokaðist niður eftir hlíðunum. Skuggarnir styttust og
skruppu saman og fóru í hnipring vestan í hnúkunum.
Hvergi sá ský á lofti. Litirnir allir voru dýrðlega hreinir ;