Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 23
SAMVINNA N
17
tíðin, er bærinn eldist, og ekki verða þar allir frumbyggj-
ar, að hann verður svo fagur sem hann á skilið. Gjárnar
verða að undrasmíð í görðunum. Reynitré og blóm hall-
ast að svörtum klettum og hvítum húsum.
IV.
Við komum inn á Patreksfjörð að morgni. Norðan-
vindur þurr og kaldur gnauðaði í fjöllum. Bólgnir ský-
fiókar þutu hátt yfir djúpum fjarðardal. Kólga var úti í
fjarðarmynni. Stórhríð sögð norðanlands og á norður-
fjörðum, en hér hraut aðeins hagl á hrímaða strönd.
Við Patreksfjörð norðanverðan er fjölmennt þorij,
það heitir „á Eyrum“ og er byggt mest á Vatneyri, en
nokkuð á Geirseyri. Nafn þorpsins er brjálað, eins
og víðar. Út um land nefnist það Patreksfjörður, við
Arnarfjörð og Dýrafjörð er það oft nefnt bara ,,Patro“,
en næstu nágrannarnir kalla það alltaf ,,Eyrar“.
Byggðin á Vatneyri er mest utan um eina verzlun
og útgerðarstöð. Höfn er ágæt og bryggja. Þangað er
stutt á mið. „Verzlunin“ á togara og berst þar mikill fisk-
ur á land. „Verzlunin" á þar land allt undir húsum, og
kringum þorpið, bryggjur og aðra aðstöðu til atvinnu. —
Inni á Geirseyri er engin bryggja. Þar eiga gömul hús
gamlir. og útkulnaðir kaupmenn. Þar rís upp Kaupfélag
Rauðasands endurborið, eins og fuglinn Fönix úr ösku
sinni, og vaxa því nýjar fjaðrir með ári hverju.
Norðan við Patreksfjörð er lítil byggð, og engin utar
með firðinum en þorpið. En suður frá firðinum eru dalir
allmargir og víkur, allt suðvestur að Bjargtöngum. Fræg-
astur þessara dala er Sauðlauksdalur, beint á móti þorp-
inu. Næsti bær innan við Sauðlauksdal heitir Hvalsker.
— Vélsnekkja lá ferðbúin við Geirseyri er ég kom, varð
ég eftir litla stund að taka far með henni yfir að Hval-
skeri, en þaðan liggur skammur fjallvegur og lágur suð-
ur á Rauðasand við Breiðafjörð.
Rauðisandur er einkennilega fögur byggð. Öðmm
megin er Stálfjall og Skorarhlíðar, en hinumegin Látra-
2