Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 36
30
S A M V I N N A N
blár himinn, silfurlitur fjörður, svartir klettar, hvít há-
fjöllin og- undirhlíðar. — Hið hreina og- einfalda hrífur
mest.
Ég fór á báti inn í fjarðarbotn. Það var ellefta sjó-
ferðin frá Patreksfirði, en nú lagði ég í áttunda sinn yfir
fjallveg. Leiðin frá Flateyri til Isafjarðar liggur um Breið-
dalsheiði. Fyrst inn dal, eins og vant er um vegi þar
vestra, síðan urn háar brekkur, upp í afdal, en úr afdaln-
um unr snarbratta mjallarhlíð, upp á háfjallakambinn. Ég
hefi aldrei lent í verri ófærð. Niðri í aðaldalnum var jafn-
fallið í hné af nýrri rnjöll, en þegar upp í afdalinn kom,
var fönnin enn dýpri og lausari. Innst inn í dalbotninum
hafði alltaf mokað í logni, síðast voru engin ráð nema að
skríða á hnjárn og höndum. Uppi í brekkunni hafði rifið
í skafla og markaði hæfilega í spori. Fönnin í hlíðinni var
svo brött, að slóðin var eins og stigi rnörg hundruð metra
langur. Kamburinn sjálfur er nálega jafnhár fjöllunum í
kring, en mjór eins og saumhögg. Þaðan sást Skutulfjörð-
ur og Isafjarðarkaupstaður. Nú var létt að fara undan
brekkunni, hlaupa niður snarbrattar fannir í nýjan dal-
botn, er horfði að Skutulfirði. Hér var líka snjórinn fast-
ari og færið betra. Ég kom ofan í kaupstaðinn um miðjan
dag.
Isafjarðarkaupstaður er svo alkunnur öllum, sem ein-
hverntíma hafa farið kring urn landið, að eigi þai'f að lýsa.
Nú á dögum er ísafjörður frægastur fyrir það, að
vera álitinn af mörgum nokkurs konar ,,litla Rússland“,
ríki í ríkinu, þar sem þessir voðalegu „bolsar“ ráða öllu.
Ég tafði á kúabúi ísafjarðarbæjar inn í dalnum, og
hafði tal af litlum dreng. Hann sagði mér þær fregnir, að
„Jens (bústjóri) ætti eina og Vihnundur allar hinar“.
Drengur þessi hafði djúpan sannleik að mæla, eins og
gáfuð börn venjulega, áður en þau ná að blindast af erfða-
skynvillum þjóðfélagsins. — Allt stjórnarfar er einveldi.
Til forna var það ættgengt. Undir auðræði ráða hinir ríku
og eigingjörnu. En ráði samvinnan fjármálum í lýðræðis-
löndum, er dálítil von um, að vitrir menn og góðgjarnir